fimmtudagur, maí 03, 2007

Styttist í afmæli



Ragnar Logi á afmæli á sunnudaginn. Litla barnið mitt að verða 7. ára! Það verður heljarinnar partý í félagsmiðstöðinni á mánudaginn. Það þarf allt að vera eftir kúnstarinnar reglum, diskarnir verða að vera svona, glösin svona, boðskortin svona, maturinn svona, svona mætti lengi telja. Það var nú bara skítur á priki að halda giftingarveisluna forðum miðað við þetta! Gráu hárunum hefur fjölgað allverulega síðustu daga skal ég segja ykkur...


Fór í Bónusferð með Olgu í gær. Ég er sem sagt ekki í BónusíBorgarnesimeðOlgu-straffi lengur. Þið munið kannski eftir köttunum sem ég kom heim með seinast þegar ég fór með Olgu í verslunarferð? Garðar er ekki búinn að gleyma því , þó hann sé nú búinn að fyrirgefa mér það svona innst inni;o)

Ég var ósköp stillt í þessari ferð, kom bara heim með heilmikið af drasli fyrir afmælisveisluna og sælgæti handa Garðari. Hefðum ekki getað komið einu brauði í bílinn í viðbót, hann var svo smekkfullur af vörum.

Talandi um verslunarferðir; ég fór í kaupfélagið mánudaginn fyrir 1.maí og viti menn- það var ekki til nýmjólk í búðinni?! Frídagur daginn eftir og engin mjólk. Ég hef aldrei rekið verslun, en kommon- það hlýtur að vera hægt að eiga helstu nauðsynjar fyrir fólk?? Held að ég fari bara að keyra á Blönduós einu sinni í viku, nenni ekki svona bulli aftur og aftur. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Já, ég get pirrað mig á ýmsu þessa dagana ;o)


Og þar sem pirringurinn í mér er í hámarki þessa dagana ætla ég ekki að hafa þetta lengra. Það gæti endað með því að ég skrifaði einhverja óskaplega vitleysu og kæmi mér í vandræði í kjölfarið. Sem myndi auka enn frekar áðurnefndan pirring. Læt heyra í mér eftir afmælið...ef ég verð á lífi eftir það þeas!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst svo hrikalega stutt síðan þú varst með Ragnar í bumbunni :)

Nafnlaus sagði...

Það finnst mér nefnilega líka :( Tíminn líður aaaaallt of hratt!