miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Sumir dagar....

Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að fara með Ragnar Loga til tannlæknis í fyrsta skipti á mánudaginn var (já, já ég veit að hann ætti löngu að vera farinn!).
Hann var búinn að vera að reka á eftir mér ALLAN daginn; "Mamma...förum við ekki að fara til tannlæknis...Hvenær förum við mamma..." ég var voðalega ánægð með hvað hann var áhugasamur um þetta allt saman.
Í fyrsta lagi tók það um hálftíma að koma honum inn á tannlæknastofuna. Endaði með því að ég mátti draga hann inn. Þegar inn var komið mátti ég þrögla við hann fram og tilbaka um ágæti þessa blessaða tannlæknis. Og það eina sem tannlæknirinn gat sagt var: "Tjaaaa....fyrst að þú hefur ekki betri stjórn á barninu....." Greyið klínikdaman reyndi þó- annað en BLESSAÐI tannlæknirinn. Það fór þó þannig að við komum honum í stólinn og tannlæknirinn náði að deyfa tönnina að hluta til...en svo var gamanið búið. Ragnar stökk upp úr stólnum og það var ekki viðlit að koma honum í hann aftur. Og tannlæknirinn sagði bara: "Tjaaaa...fyrst að barnið hlýðir ekki betur en þetta....". Mér langaði mest til að hlamma mér niður á gólfið og fara að grenja. Það var þó lán í óláni að Kolbrún greyið var nokkuð stillt meðan á þessu stóð, annars hefði ég farið í sjúkrabörum yfir í hinn enda hússins.
Þannig að þetta endaði með að við fórum skömmustuleg út frá tannsa með enga viðgerð, Ragnar Logi fékk engin verðlaun en ég fékk vafalaust góða ræðu um uppeldi mitt eftir að ég var farin af stofunni.
Stefnan er að reyna að fara með Ragnar til tannsa á Blönduósi, við höfum heyrt að hann sé öllu betri í samningaviðræðum við óþekk börn. Og Garðar fær að fara með hann!!

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Jólin fara að koma...

Já, það er búið að kveikja á hluta af jólaljósunum hér á bæ. Slönguserían á íbúðarhúsinu var endurnýjuð, það kom í ljós að hún hreinlega bara brotnaði í sundur þegar var farið að eiga við hana þannig að ekki þýddi annað en að setja bara nýja. Garðar fékk það hlutverk í þetta skiptið að príla upp í stigann, svo sem komin tími á að hann fái að finna hvað þetta er asskoti erfitt! Þetta gekk nú ekki áfallalaust fyrir sig, við vorum hálfnuð með að hengja á húsið þegar einn meterinn á slöngunni gaf upp öndina og við máttum byrja upp á nýtt eiginlega, rífa niður slönguna og skeyta saman. Mikið óskaplega eru þessi tengi leiðinleg, við eyðilögðum öruggulega þrjú tengi áður en okkur tókst að koma þessu saman, reyndar hangir hún bara saman á heppninni núna held ég- því við urðum að púsla saman hinu og þessu til að geta tengt þetta. Núna er þá bara hlaðan eftir, ég verð að fara að redda mér meiri slöngu, þar sem að allir 50 metrarnir mínir enduðu á íbúðarhúsinu c",)

Við fengum "skemmtilega" heimsókn á laugardagskvöldið; enginn annar en Herbert Guðmundsson var mættur til að reyna að selja okkur bækur. Og....já ég er engu skárri en mamma var í den, auðvitað gat ég ekki annað en keypt af kallinum, enda fengum við áritaðan disk frá honum með bestu lögunum hans í kaupbæti. Hvenær bækurnar verða lesnar veit ég ekki- Garðari leist meira að segja vel á þær og hann er nú ekki mikill bókamaður! Ég skal láta ykkur vita hvernig bækurnar eru þegar hann er búinn að renna í gegnum bindin þrjú...

Annars er ein mesta lesning þessa heimilis komin út; Hrútablaðið skilaði sér í vikunni og núna er mikið spáð og spekúlerað í hrútum. Annars er Garðar ósköp lítið spenntur fyrir sæðingunum núna, sér ekki fram á að það verði nokkur tími í svona dúllerí. Ætli það endi ekki með að það verða bara engir hrútar settir í þetta árið, það er hvort eð er enginn tími til að taka á móti lömbunum c",)
Okkur líst nú vel á Bergstaðahrútana, spennandi að fá þá inn á stöðina og vonandi eiga þeir eftir að koma vel út, alveg frábærir einstaklingar greinilega.

Ég er ekki ennþá búin með rollubókhaldið, ég bara nenni EKKI að vesenast í þessu þegar ég hef ekki algjöran frið. Kolbrún hamast á lyklaborðinu um leið og hún kemst í það, ýmislegt er búið að hverfa úr tölvunni hjá mér upp á síðkastið- guð má vita hvar það er niðurkomið. Svo sefur hún svo stutt á daginn að ég er rétt búin að brynna, hengja út á snúruna og taka úr uppþvottavélinni þegar hún er vöknuð aftur. Óþolandi stutt gleði semsagt.

Ég verð svo að fara að skella inn nýrri mynd af fjárhúsunum, fyrsti garði er að verða klár sem og fóðurgangurinn, allavega er komin mynd á þetta innanhúss. Bjössi greyið tók sér frí um helgina, hann var orðinn alveg útbrunninn karlgreyið. Enda er hann búinn að vinna frá morgni til kvölds síðan í byrjun nóvember.

Jæja, hætt þessu bulli í bili...

föstudagur, nóvember 25, 2005

Eitthvað sem ALLIR verða að vita.

Draugadrjóli: Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.

Hreinn skítur: Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.

Eltikúkur: Þegar þú ert búinn að kúka og búinn að girða hálfa leið upp þegar þú fattar að þú þarft að kúka meira.

Sprengja-æð-í-enninu hnulli: Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.

Dauðadrumbur: Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann sundur með blýanti.

Loftpressukúkur: Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.

Þynnkuskita: Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.

Maískúkur: Skýrir sig sjálfur.

Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur: Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.

Mænustunguskítur: Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann sé á leiðinni út þversum.

Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari): Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.

Fljótandi drulla: Gulbrúnn vökvi frussast út um alla skál og rassgatið á þér með.

Háklassa kúkur: Kúkur sem lyktar ekki.

Óvæntur kúkur: Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð.

Slórskítur: Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búinn að kúka fyrr en þú hristir þig vel.

Atómsprengja: Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.

Skopparakúkur: Hörð spörð sem fara eins og skopparaboltar um alla skálina (kostur: þarf lítið að skeina).

Long John Silver: Svo langur að þú þarft að kúka- klippa- kúka- klippa...

Það var einhver sem sendi mér þetta, hefur líklegast talið að ég hefði góða þörf fyrir að vita allt um þessi fræði. Leyfi ykkur að njóta með mér...

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Djö.... veður!

Ég er að verða búin að fá mig fullsadda af þessu veðri hérna, það er hávaðarok og éljagangur upp á hvern einasta dag :o(
Ég var að baslast við að setja seríu á sólpallinn í dag, og svei mér þá ef ég mun ekki missa einhverja fingur og tær eftir það helvíti, kuldinn var svo mikill. Ég ætlaði svo að kveikja á seríunni sem er á útihúsunum en þá virkaði bara slönguljósið sem er á mjólkurhúsinu. Ekki hinir skrilljón metrarnir sem kostaðu mig MIKLA vinnu við að koma upp. Og húsið er steindautt líka, mér finnst nú endingin á þessum slönguljósum ekki vera sérlega góð, satt best að segja. Garðar sagði að við ættum bara að hætta þessu ljósaveseni- huh......fyrr frýs í helvíti en að ég hætti! Ég verð bara að komast í verslunarleiðangur sem fyrst ;o)

Fjárhúsin potast áfram, það er að verða búið að einangra og Bjössi smiður er byrjaður á að smíða fóðurganginn. Líklega getum við tekið inn fljótlega eftir helgina, svona ef ekkert óvænt kemur upp á. Þetta lítur bara vel út finnst mér, auðvitað verður margt sem næst ekki að fullganga frá strax, en það verður bara að hafa það. Við verðum bara að dunda okkur við það svona smátt og smátt. Þetta reddast allt saman....

laugardagur, nóvember 19, 2005

Taddarata!!


Það er sko heldur betur búið að vera líf í tuskunum þessa dagana. Það liggur orðið við að það sé smíðað hér allan sólarhringinn, hamarshöggin dynja líka orðið í kollinum á manni þegar maður sefur!
Við fengum alveg heilmikinn liðsauka í dag, 9 fílefldir karlmenn mættu á svæðið (+ Garðar, Garðar og Bjössi) og hjálpuðu okkur að koma járninu á hliðarnar og einangra. Alveg ótrúlegt hvað náðist að gera mikið í dag. Við fengum líka ómetanlega hjálp um daginn við að koma þakinu á sinn stað, ég segi nú bara þúsund þakkir til ykkar allra - þetta hefði verið margra daga verk ef ykkar hefði ekki notið við! Líklegast getum við bara byrjað eftir helgina að græja inni í húsunum- svei mér þá, maður fer að sjá fyrir endann á þessu!

Bara einn datt af húsþakinu, auðvitað gat þetta ekki gengið alveg áfallalaust fyrir sig. Nonni greyið renndi sér niður af þakinu, greip í eitt rennujárnið á leiðinni niður og reif á sér hendina vel og vandlega. Það þurfti að sauma 9 spor í hendina, það passaði auðvitað að þegar doksinn var að sauma hann, að þá var hann kallaður út og Nonni mátti bíða eftir hinum átta sporunum í einhvern klukkutíma. Við sendum hann auðvitað ekki upp á þak aftur, en hann fékk að troða ullinni í veggina í staðinn ;o)

laugardagur, nóvember 12, 2005

Þriðji í smíðum...


Ég held áfram að setja inn mynd af fjárhúsunum, svo þið getið séð muninn frá degi til dags, mikið verð ég fegin þegar þetta verður allt búið! Þá er bara næst að skella sér í viðbygginguna við íbúðarhúsið, ekki veitir af ef að Garðar ætlar sér að eiga MINNST 4 börn. Nei, ég held að ég leggi ekki í neinar stórframkvæmdir á næstunni, hleð frekar bara börnunum ofan á hvort annað ;o) Verst að öll efri hæðin er undir súð þannig að ekki gengur að hafa kojur þar.

Ég er alveg friðlaus í að kaupa mér annan bíl þessa dagana, langar svo mikið í Huyndai Starex. Skil ekki hvernig fólk sem á 2 börn+ nennir að hírast með hele familien í venjulegum fólksbíl. Barnabílstólarnir taka allt plássið aftur í og þá er bara skottið laust fyrir aukafarþega. Ég hef svo sem aldrei haft nokkra skipulagshæfileika, kannski spurning um að fara bara á námskeið í hagnýtri röðun og sleppa því að eyða sínum fáu krónum í einhverja stærri bíldruslu. En mér langar samt alveg rooooosalega að fara að versla mér bíl- þó að ég hafi ekkert efni á því. Ojæja-koma tímar, koma ráð....

föstudagur, nóvember 11, 2005

Dagur 2.


Það er víst best að skrifa nokkrar línur hérna, svona fyrir familíuna og vini sem fylgjast með því sem við erum að gera þessa dagana ;o)

Það er bara búinn að vera rífandi gangur í byggingunni í dag, búið að setja límtrésbitana upp með krana og alles. Annars hef ég ekki hunds- né hænuvit á þessu, þetta lítur bara alveg voðalega vel út allt saman og þá er ég barasta kát! Garðar (frændi Garðars..) og Hanni fara á sunnudaginn, en svo kemur Garðar aftur um miðja vikuna. Bjössi smiður verður hér áfram, ekki veitir víst af, ætli hann verði hérna ekki bara yfir jólin kallinn ;o) Það er bara vonandi að grunnurinn fari ekki að fyllast af snjó áður en verður búið að koma járninu á, en það væri nú svo sem eftir okkar heppni...

Jahhhh...ég fór eftir hádegið og reyndi að temja beljurnar mínar, hafði ekki árangur sem erfiði. Ég talaði voðalega blítt til þeirra og reyndi að strjúka þeim, en fékk bara hvæs og hnoð í staðinn. Svo reyna þær að slá mann líka helvískar þegar maður mokar undan þeim -ekki var það nú til að bæta þetta. Og bæ þe vei.....þær eru ekki farnar að éta ennþá, svona ef einhver vill vita það! (sem að mér finnst reyndar mjööög ólíklegt)

Mér tókst að missa myndavélina mína í gólfið í gær, þannig að núna er flassið dautt. Fór í dag og lét skipta um batteríið en það skipti engu- hún tekur ekki eina einustu mynd með flassi. Þannig að ég verð að taka bara myndir í góðri dagsbirtu ef þær eiga að vera nothæfar. Ég var að vonast til að ég hefði stillt hana eitthvað vitlaust en leiðbeiningarnar sem fylgja með eru á þýsku, frönsku og ítölsku -ekki snefill á ensku takk. Ég verð bara að bíða eftir að einhver komi í heimsókn sem kann þessi tungumál, því ekki kann ég þau, svo mikið er víst. Samt á ég að vera stúdent í þýsku og held meira að segja að ég hafi fengið 9 í öllum áföngunum - en ég get ekki sagt eina einustu nothæfu setningu á þessu blessaða tungumáli. Já það er gott að vera búinn að læra svona mikið í skóla....

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Loksins!!


Jæja! Ég var búin að skrifa alveg heljarinnar runu hérna, en svo bara datt allt út! Djö..... getur þetta verið pirrandi :o(

Loksins er farin að koma smá mynd á fjárhúsin nýju. Enda ekki seinna vænna þar sem veturinn er sko LÖNGU kominn hérna! Ég verð að segja að ég var orðin pínu desperat yfir þessu öllu, þar sem að rúmlega 200 kindur bíða úti eftir nýja húsinu. En ætli þetta sleppi ekki til, sæmileg spá á næstunni og byrjað verður að setja járnið á í næstu viku. Þetta reddast ;o)

Það bættist við bústofninn í vikunni, ÉG (já, takið eftir; ÉG) keypti tvær holdakýr, og svei mér þá þær eru alveg kolvitlausar! Tók okkur tvo daga að koma þeim á bás í hesthúsinu, ætli það taki ekki tvo daga að koma þeim út aftur. Annars er ég ekkert bjartsýn á það að koma þeim út aftur, þær eru alveg snarvitlausar ennþá, samt búnar að vera inni í þrjá daga. Og þær éta eiginlega ekki neitt, öll þeirra orka fer í að blóta okkur...
Garðar er alveg miður sín yfir þessu, hann hélt ekki að þær yrðu svona klikkaðar. Enda er hann duglegur að minna mig á það hver sé eigandinn að þessum kvikindum! Iss, hann á eftir að dauðöfunda mig þegar ég fer að leggja inn 350 kílóa tuddana mína ;o) Ég reyndi að ná myndum af þeim en það var hægara sagt en gert, þær voru svo brjálaðar að ekki sást orðið á milli bása í hesthúsinu vegna móðu!
Kattarskömmin á bænum gaut sex kettlingum í seinustu viku. Það tók hana ekki nema tvo daga að drepa þá alla, það verður að segjast eins og er að móðurástin var ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Ojæja, við þurfum allavega ekki að sjá um að lóga þeim, en hún hefði nú mátt halda lífinu í svona eins og einum kettlingi. Ragnar Logi var voðalega dapur yfir þessu og vill núna alveg endilega fá nýja kettlinga. Nei takk, allavega ekki fyrr en við verðum búin að koma læðudruslunni fyrir kattarnef...

Kolbrún varð eins árs á sunnudaginn, við héldum nú ekkert upp á það þannig séð, við vorum að vesenast í hrossunum; fara með folöld í sláturhúsið og svona. Fóru 8 í sláturhúsið en það eru ennþá 7 eftir heima, af því eigum við sjálf bara tvö. Alveg nóg finnst mér, maður hefur orðið engan tíma í að sinna þessu. Við þyrftum að fá okkur einn svertingja til að temja fyrir okkur í vetur, þetta gengur bara ekki svona!

Jæja læt þetta duga, má ekki byrja bloggið of skarpt, þá gæti ég guggnað á þessu einu sinni enn.. ;o)