Jæja, læt þetta duga í þetta skiptið, nóg komið í bili ;o)
mánudagur, maí 28, 2007
Það skiptast á skin og skúrir
Jæja, læt þetta duga í þetta skiptið, nóg komið í bili ;o)
miðvikudagur, maí 23, 2007
23.5.2007
Enda þetta á mynd af prinsessunni sem er semsagt 5 mánaða í dag..
þriðjudagur, maí 22, 2007
Snjór og folöld
Kvika var svo nýköstuð þegar ég kíkti upp eftir í morgun, það er svartur hestur- sem verður væntanlega grár þá. Hún valdi sér nú ekki besta staðinn, greyið folaldið lá úti í mýri og skalf úr kulda. Ég stuggaði við því og Kvika hljóp á braut með folaldið á eftir sér.
Annars verð ég að fá að monta mig af því hvað merarnar eru vel fóðraðar hjá Garðari. Já, maður verður nú að reyna að finna eitthvað til að monta sig útaf, það er ekki mikið til skiptana í þeim efnum ;o) Það er enginn munur á þeim fyrir eða eftir köstun. Enda hefur svo sem ekki verið sparað í þau þar sem allt snýst um að koma heyjunum út hið snarasta.
Skessa td. sem er hérna á mynd fyrir neðan hefur oft verið frekar erfið í holdum á vorin, hún er yfirleitt svo stygg og erfið þegar hún er með folaldi. Núna gæti hún allt eins átt eftir að kasta einu folaldi í viðbót ;o) Mig grunar nú að við eigum eftir að fá þetta góða atlæti í hausinn þegar við fáum fé aftur, þá verða þau að sætta sig við að fá ekki eins ríflega gjöf og núna og vafalaust verður fýlusvipur á einhverju þeirra þá! Sjaldan launar kálfurinn ofeldið eins og ég hef sagt áður...
sunnudagur, maí 20, 2007
Númer 3
Liturinn á folaldinu....hmmm...best að segja minnst um hann, Hallfríður rekur hann ofan í mig öfugan og því best að láta ykkur dæma litinn sjálf. Reyndar finnst mér persónulega folaldið vera bara brúnt en samt kannski dökkjarpt, sem verður svo kannski grátt ;o)
fimmtudagur, maí 17, 2007
Annað folald
miðvikudagur, maí 16, 2007
Labbitúr
Við tókum myndir af öndum og hænum líka, reyndar áttum við fótum okkar fjör að launa þar sem haninn var ískyggilega æstur í að elta okkur. Hann hljóp á eftir okkur eins og vitlaus væri en ég reddaði málunum með því að kalla á Skunda, honum finnst sem betur fer alveg ÆÐISLEGT að fá að elta hanann ;o)
Þegar heim var komið sátu Tarzan og Bangsi á þvottavélinni og biðu eftir matnum sínum. Pírðu augun í sólinni en fylgdu mér samt eftir með höfðinu til að gá hvort ég færi nú ekki að hella mat í dallinn þeirra. Minntu mig hálfpartinn á Stevie Wonder, vantaði bara að þeir dilluðu sér meira .
laugardagur, maí 12, 2007
Nú er úti veður vont
Eins og þið sjáið er veðrið ekki til að hrópa húrra fyrir, kengur í litla greyinu. Það er samt vel sprækt og Dama passar sig á að vera í skjólinu við réttina. Að vísu rauk hún af stað þegar ég mætti á svæðið, alltaf stygg þegar hún er nýköstuð. Þannig að ég var fljót að láta mig hverfa eftir að hafa náð nokkrum misgóðum myndum, reyni að ná betri myndum seinna þegar veðrið er aðeins betra..
föstudagur, maí 11, 2007
Ég hef greinilega allt annan smekk
Kosningarnar eru á morgun, ég er enn að reyna að ákveða hvar ég á að setja krossinn minn. Búin að útiloka 3 flokka; Samfylkinguna sem vill helst drepa alla bændur, Íslandsflokkurinn (eða hvað hann heitir) getur ekki talað um neitt annað en stóriðjustopp og Framsókn....já....er bara Framsókn -útskýri það ekkert nánar. Ég get vonandi gert upp hug minn í kvöld þegar leiðtogaumræðurnar verða í Kastljósinu, en ég er eins og fjöður í vindi í sambandi við þetta. En mikið verð ég glöð þegar "Kæri vinur" og "Ágæti bóndi" pósturinn hættir að berast hingað!
Það er napurt um að litast hér í dag. Gengur á með éljum af og til, ekkert orðið hvítt þó. Bara þetta týpíska sauðburðarveður býst ég við.
Hafið það gott um helgina og kjósið nú rétt (segir sá sem ekkert veit í sinn eigin haus!)
;o)
fimmtudagur, maí 10, 2007
Fjölgun á Stórhóli
Tvær þeirra eru voða kammó en sú þriðja er svolítið feimin ennþá. Þetta eiga að vera 3 herramenn og vonandi er það rétt, svo maður fari nú ekki að fá óvænta glaðninga einhvern daginn ;o)
Annars er ekkert að frétta, er að fara að gera mig klára í júróvision gláp- er ekkert voðalega bjartsýn á að við komumst áfram...en það er aldrei að vita. Svo fer sem fer eða eitthvað álíka. Eiríkur er náttúrulega langflottastur, ég veit bara ekki alveg hvort aðrir Evrópubúar viti það?
þriðjudagur, maí 08, 2007
Ég er á lífi
Gubbupestin hefur verið að hrjá okkur hérna á hólnum. Fyrst fékk ég hana, Kolbrún á miðvikudaginn seinasta og svo Garðar, Ragnar og Janine á föstudagskvöldið. Ég er búin að þvo ískyggilega marga umganga af rúmfötum,koddum,sængum, teppum og böngsum, fyrir utan gólf og sófa sem hafa líka fengið að kenna á því. Kolbrún heldur meira að segja áfram að gubba, er búin að gubba einu sinni á hverju kvöldi núna í 3 daga. Hún vill greinilega halda mér í æfingu í rúmþvottum, ég get ekki sagt að ég sé neitt sérstaklega ánægð. Garðar er líka þeim eiginleika gæddur að hann bara lokar augunum þegar einhver gubbar og svo þegar hann opnar þau aftur-Abrakadabra!! ælan er horfin! -eins gott að hann lendi ekki í því að vera einn heima með börnin þegar svona gerist ;o)
Garðar fór með veturgömlu folana á Blönduós í geldingu í gær. Og hvað haldiði? Auðvitað var ekki hægt að gelda nema einn þeirra, þrír þeirra eru eineistungar. Lykill (sem hét Trítill), Móskjóni og Mósi hennar Sóleyjar komu því heim aftur með kúluna á sínum stað. Ég held að það sé bara verið að segja okkur að hafa þá graða, einhver að reyna að hafa vit fyrir okkur þarna uppi ;o) Hver veit? Garðari fannst þetta hins vegar ekkert sniðugt...týpískur karlmaður!
Ég er farin að bíða spennt eftir fyrstu folöldunum, sem koma líklega um miðjan mánuðinn. Reyndar eru tvær geldar, kannski þrjár, sem okkur finnst leiðinlega mikið. Yfirleitt aldrei verið nema mesta lagi ein á ári sem hefur verið geld. Plús það að ein er líka búin að láta. Alltaf sami skaðinn á Stórhól, það er ekki að spyrja að því :o/
Við erum rétt byrjuð að háþrýstiþvo í fjárhúsunum, þetta potast allt saman. Erum að vona að við getum klárað mestu inniþrifin núna í maí, þá er malarkeyrslan og allt það eftir. Svo þarf að plægja niður skítinn úr húsunum, það er eitt og annað sem þarf að gera þessa dagana.
Kálfurinn Krissi tórir enn. Þó ekki meira en það, þar sem hann drekkur ósköp takmarkað finnst okkur. Virðist ómögulega fatta að sjúga, ég held að hann sé pínu þroskaheftur greyið. Það er búið að reyna alls konar hundakúnstir á hann en ekkert virkar. Þannig að ef þið lumið á góðu ráði þá megið þið alveg láta mig vita ;o)
Ég er búin að hleypa fiðurfénaðinum mínum út í veðurblíðuna. Endurnar rúnta um alla jörðina eins og venjulega, ég vona bara að þær fari nú ekki á upp á veg eins og þær gerðu í fyrra, ekki viss um að það hafi allir vegfarendur mikla þolinmæði að bíða eftir að þær drattist áfram eftir þjóðvegi 1. Ég er ekkert allt of dugleg að loka þær af, mér finnst svo gaman að leyfa þeim að vappa um (plús það að ég er allt of löt til að nenna því) en það er öllu verra að tína upp eggin þeirra hist og her. Þetta eru hamingjusamar og frjálsar hænur og endur sem búa hér sjáiði til ;o)