Í fyrsta lagi er það hestakerran, sem var í heilmikilli yfirhalningu hjá Ása í Holti. Sérstaklega eigið þið að dásama hvað hún er fallega máluð af Garðari, hann er mjög stoltur að hafa haft þetta loksins af!
Í öðru lagi er það að sjálfsögðu hrossið á myndinni. Hver haldið þið nú að þetta sé?
Já, þetta er Vaka- hin eina sanna. Hún er semsagt öll að braggast eins og þið sjáið, við höfum haft hana úti á túni á daginn og svo er hún farin að taka upp á því að vera ekkert nema óþekktin þegar hún á að fara inn ;o) Garðar og Ragnar Logi eltu hana uppi á fjórhjólinu, þeim leiddist það nú ekki! Þannig að nú vona ég að þetta sé allt að koma hjá ólánshrossinu mínu...7-9-13!
Og já, enn eitt folaldið komið; jarpskjótt hryssa sem að við erum að hugsa um að gefa Valgerði Emmu. Er það ekki kjörið að gefa henni það í 5 mánaða afmælisgjöf? ;o)
Enda þetta á mynd af prinsessunni sem er semsagt 5 mánaða í dag..
4 ummæli:
ja hún er alla vega síður en svo neitt lasleg miðað við myndina. Flott meri að sjá og virðist ætla að geta lyft löppunum sæmilega, er það ekki það sem þetta gengur allt saman út á, þessi blessaður fótaburður.
Ef kálfurinn fer að hressast líka þá verð ég að fara að drekka AB-mjólk líka!
Pabbi
Ég held að ég gefi það upp á bátinn að temja hana þó svo að lyftan sé ágæt. Vil frekar að hún tóri aðeins lengur...sem ég sé ekki fram á ef ég hef hana inni!
Kálfurinn...tja...ég held að hann verði ekkert (ó)eðlilegri en hann er, þetta er og verður óskaplegur ræfill. Ég myndi allavega bara byrja á að drekka AB mjólkina pabbi, þetta er sama dæmið með þig, þú getur ekki versnað mikið ;)
takk takk bæði tvö fyrir alla aðstoðina;)
Skrifa ummæli