þriðjudagur, maí 22, 2007

Snjór og folöld


Þegar ég fór á fætur rúmlega 7 í morgun var allt hvítt. Um hálf 9 var allur snjórinn sem betur fer farinn, það er huggun að hann er allavega fljótur að hverfa aftur!

Tvö ný folöld komin; Skessa kom með móbrúnan hest í gær, ég veit ekki hvað er málið með þessa liti á folöldunum. Þar sem ég hef átt mjög fá grá hross veit ég ekkert hvernig þau geta verið á litinn þegar þau fæðast. Getur móbrúnt orðið grátt? Spyr sá sem ekki veit..

Kvika var svo nýköstuð þegar ég kíkti upp eftir í morgun, það er svartur hestur- sem verður væntanlega grár þá. Hún valdi sér nú ekki besta staðinn, greyið folaldið lá úti í mýri og skalf úr kulda. Ég stuggaði við því og Kvika hljóp á braut með folaldið á eftir sér.



Annars verð ég að fá að monta mig af því hvað merarnar eru vel fóðraðar hjá Garðari. Já, maður verður nú að reyna að finna eitthvað til að monta sig útaf, það er ekki mikið til skiptana í þeim efnum ;o) Það er enginn munur á þeim fyrir eða eftir köstun. Enda hefur svo sem ekki verið sparað í þau þar sem allt snýst um að koma heyjunum út hið snarasta.

Skessa td. sem er hérna á mynd fyrir neðan hefur oft verið frekar erfið í holdum á vorin, hún er yfirleitt svo stygg og erfið þegar hún er með folaldi. Núna gæti hún allt eins átt eftir að kasta einu folaldi í viðbót ;o) Mig grunar nú að við eigum eftir að fá þetta góða atlæti í hausinn þegar við fáum fé aftur, þá verða þau að sætta sig við að fá ekki eins ríflega gjöf og núna og vafalaust verður fýlusvipur á einhverju þeirra þá! Sjaldan launar kálfurinn ofeldið eins og ég hef sagt áður...

1 ummæli:

Hallfríður Ósk sagði...

sammála því að þær eru í afar flottu standi merarnar hjá ykkur og afsanna alveg að það sé eitthvað lögmál að fylfullar hrysssur leggi af á vorin eins og haldið var fram í fréttum um daginn. Þetta er bara spurning um að hafa nógu gott fóður að bjóða þeim.
Hef ekki hugmynd um hvort þetta móbrúna folald geti orðið grátt en það er alla vega mun dekkra en mitt móbrúna tryppi var við fæðingu þannig að það er aldrei að vita.
Kveðja úr hitamollunni í Köben