föstudagur, maí 11, 2007

Ég hef greinilega allt annan smekk

á tónlist en aðrir Evrópubúar. Ókei.... sök sér að Eiríkur komst ekki áfram. En þvílík leiðindalög voru þetta sem komust í úrslitin! Serbía var með nokkuð gott lag og eitthvað eitt lag enn (sem ég man samt ekki hvaðan er) en þar með er það upptalið. Alveg hreint arfaslök lög að mínu mati. Fullt af fínum lögum sátu svo eftir í súpunni með Eika. Nenni varla að horfa á aðalkeppnina á morgun, er svo fúl yfir þessu.

Kosningarnar eru á morgun, ég er enn að reyna að ákveða hvar ég á að setja krossinn minn. Búin að útiloka 3 flokka; Samfylkinguna sem vill helst drepa alla bændur, Íslandsflokkurinn (eða hvað hann heitir) getur ekki talað um neitt annað en stóriðjustopp og Framsókn....já....er bara Framsókn -útskýri það ekkert nánar. Ég get vonandi gert upp hug minn í kvöld þegar leiðtogaumræðurnar verða í Kastljósinu, en ég er eins og fjöður í vindi í sambandi við þetta. En mikið verð ég glöð þegar "Kæri vinur" og "Ágæti bóndi" pósturinn hættir að berast hingað!

Það er napurt um að litast hér í dag. Gengur á með éljum af og til, ekkert orðið hvítt þó. Bara þetta týpíska sauðburðarveður býst ég við.

Hafið það gott um helgina og kjósið nú rétt (segir sá sem ekkert veit í sinn eigin haus!)
;o)

Engin ummæli: