föstudagur, mars 31, 2006

Komin helgi einu sinni enn, mars er búinn að líða svo hratt finnst mér.
Ég fór á Krókinn á miðvikudaginn, mamma vildi endilega fá guttann lánaðann um helgina en það átti að vera svo leiðinleg færð að þau treystu sér ekki til að keyra hingað. Þannig að hetjan ég brunaði bara á stað....það var reyndar autt eiginlega alla leiðina ;o) En ég er samt hetja sko....
Það var mót í reiðhöllinni, ég nennti ekki að horfa á allt þannig að ég kom bara þegar skeiðið byrjaði og fylgdist með því. Spói lá hvorugan sprettinn hjá pabba, ég held að hann hafi vitað að ég væri að fylgjast með því hann liggur yfirleitt ekki þegar ég er að horfa ;o) Ég er best geymd heima.
Fór á danska daga í Skaffó, þeir voru satt best að segja ekki merkilegir. Bara venjulega draslið sem þeir selja alla daga á "einstöku" tilboði.
Svo verður maður náttúrulega að fylgjast með Idolinu í kvöld, ég held að Ína taki þetta. Að vísu finnst mér hún hálf freðýsuleg þegar Simmi og Jói eru að tala við hana, virðist ekkert geta sagt neitt greyið stúlkan nema já og nei. En hún getur sungið, hún má eiga það ;o)

Ég er byrjuð að hekla aftur, búin að vera heila eilífð að hekla mér svona inniskó. Búið að kosta mig blóð, svita og tár. En... mér tókst að klára annan skóinn í gærkvöldi....og auðvitað er hann allt of stór. Ég verð að setja stuffing inn í hann ef hann á að haldast á mér. Svo á ég aldrei eftir að geta gert annan alveg eins. Skil ekki hvernig mér datt þetta í hug. Ég hugsa að Garðar fái bara að ganga í þeim, þeir eru líklega temmilegir á hann...

þriðjudagur, mars 28, 2006

Gengur á ýmsu

Það er skítaveður hérna dag eftir dag, enda var þetta orðið ískyggilegt allt saman- gott veður í marga daga í röð! Það gat ekki enst til lengdar, maður fær það alltaf í hausinn aftur ef það kemur svona gott veður á veturna :o( Vonandi verður bara vorið gott....

Við losnuðum loksins við folöldin sem við vorum búin að selja, búin að hafa þau inni í mánuð en þau áttu bara að vera í nokkra daga inni hjá okkur. Buið að taka þetta lið hálft ár að borga þessi grey og ekki enn búið reyndar. Ég varð svo reið út í einn gaurinn að ég neitaði að selja honum folaldið og endurgreiddi honum þær fáu krónur sem hann var búinn að borga. Ég nenni hreinlega ekki að standa í svona bulli og vitleysu. Þannig að það er eitt folald inni ennþá, gullfallegt alveg hreint. Þannig að ef einhverjum langar í leirljóst, flott hestfolald- talið við mig ;o) Ég hef EKKERT að gera með fleiri ásetningsfolöld!

Við erum annars búin að redda okkur fola í hryssurnar fyrir sumarið, ég setti auglýsingu á 847
og það gjörsamlega rigndi inn folum ;o) Misjafnir voru þeir eins og þeir voru margir, en ég held að við höfum fengið fínan hest í merarnar, hann er allavega vel ættaður :o)

Við fórum á Blönduós í gær og kíktum á húsið hjá Víði, það er bara orðið flott hjá þeim. Þau eiga að vísu eftir að koma sér almennilega fyrir, það er ekki hægt að gera allt í einu. Óliver litli er ekkert líkur pabba sínum finnst mér, sænska genið er greinilega sterkara en það íslenska ;o)
Nonni er svo búinn að selja....og kaupa, það vantar ekki stælinn á þetta lið þarna á Blönduósi! Og tengdó kominn á nýjann Passat, hann er svo flottur að ég efast um að ég eigi nokkurn tímann eftir að þora að setjast upp í hann! Össsssssssssss.....

Gústi kíkti í heimsókn á föstudaginn og gisti hjá okkur, hann er alltaf jafn hress og kátur. Það er vonandi að hann komi í vor, hann er nauðsynlegur í smíðarnar ;o) Það er nefnilega þannig að þessar helvítis grindur til að stía í sundur með, hverfa alltaf þegar líður fram á haustið. Þeim er dröslað hingað og þangað og notaðar út um alla jörð. Og þær skila sér aldrei aftur. Það er öruggulega búið að smíða 500 grindur hérna gegnum árin en ekki nema 20-30 grindur til. Skil þetta ekki...

miðvikudagur, mars 22, 2006

Ofboðslega getur lífið verið erfitt

http://bebbaoghjolli.blogspot.com
Það sem er á suma lagt :o( Ég get ekki ímyndað mér hvernig er að vera í þessum sporum, bíða og vona-dag eftir dag eftir dag. Svo er maður að væla yfir einhverju smotteríi, einhverju sem skiptir ekki nokkru máli. Ég þekki þetta fólk ekki neitt en ég hugsa til þeirra á hverjum degi og vona að allt eigi eftir að fara vel...

mánudagur, mars 20, 2006

Helgin búin...

og hún var bara alveg ágæt. Fór í Kambshól og sá kálf fæðast, Jón var búinn að lofa að hringja í mig og láta mig vita þegar það væri von á kálfi í heiminn og auðvitað kom eitt stykki á afmælisdaginn minn c",)

Þau gömlu komu frá Króknum og voru svo elskuleg að gefa mér blómvönd í tilefni dagsins. Pabbi sagði ekki orð yfir öllum köttunum (og það er mjög óvenjulegt!), ætli mamma hafi ekki verið búin að lesa yfir honum áður en þau komu...reyndar var hann svo bara nokkuð hrifinn af þeim.
Vignir, væntanlegur stórbóndi, kíkti svo í kaffi um kvöldið og bullaði í okkur eins og honum er einum lagið. Kvöldið endaði á að horfa á hreint viðbjóðslega mynd; SAW eða eitthvað álíka hét hún. Það er nú bara ein sú allra skuggalegasta mynd sem ég hef horft á lengi! Enda fékk ég allsvakalega martöð um nóttina, ég var alveg dauðþreytt þegar ég loksins vaknaði!

Á sunnudeginum komu svo Gísli og Stína, við settum fullorðinsmerki í öll lömbin, þannig að nú er óhætt fyrir búfjáreftirlitsmanninn að koma ;o) Stína var ekki yfir sig spennt yfir kisunum, hún var bara svo dönnuð að hún sagði ekkert við mig nema:"Kattarhelvíti...". Mjög vel sloppið að mínu mati...

Helga ætlar að gera skattframtalið fyrir okkur, þannig að núna þarf ég bara að drattast til að senda henni alla pappíra. Mikið er ég fegin að gera þetta helvíti ekki! Svo þarf ég að leggja lokahönd á gæðastýringarpappírana, svona hitt og þetta smotterí eftir.
Nóg af bulli í þetta sinn,
Adios

sunnudagur, mars 19, 2006

Þá vitið þið það

Your Animal Personality

Your Power Animal: Deer

Animal You Were in a Past Life: Panda

You are a fun-seeker - an adventurous, risk-taker.
While you are spontaneous, you are not very rational.http://www.blogthings.com/theanimalpersonalitytest/

föstudagur, mars 17, 2006

Og ég sem ætlaði að baka svo mikið

Ég ákvað að prófa almennilega nýju eldavélina mína í morgun og skellti í köku, haldið þið þá ekki að öll kökuformin mín hafi farið með gömlu eldavélinni á Blönduós! Útkoman varð kringlótt bananabrauð og einhversskonar súkkulaði muffins. Býst við að þetta bragðist ágætlega þrátt fyrir öðruvísi útlit en vant er. Ég þoli mjög illa svona uppákomur, allt of vanaföst í bakstrinum til að meika svona útlitsbreytingar á kökum. Og svo finnst mér bragðið ekki vera eins og það á að vera heldur. Læt því meiri bakstur bíða betri tíma.

fimmtudagur, mars 16, 2006

Tíminn líður svo hratt

Ég gekk frá sumarfríinu mínu í dag, fer í frí 24. apríl og byrja aftur um miðjan júní. Víííííí!!!! Mikil tilhlökkun skal ég segja ykkur! Svo förum við út líka í ágúst, össsss.......bara endalaust frí hjá manni ;o)
Ég er annars komin í langþráð helgarfrí, búin að vera svo þreytt eitthvað upp á síðkastið (ok, löt). Svo verður maður víst árinu eldri á laugardaginn, ætla nú ekkert að halda upp á það, kannski í mesta lagi gráta ;o) Verra verður það fyrir Gassa minn þegar hann á afmæli næst, hann kemst nefnilega á fertugsaldurinn...hehehe.....
Jæja, best að hætta þessu , stíft kvöld í kvöld hjá okkur; Gettu betur, Nip/tuck, Desperate houswifes, endursýning á LOST og loks American Idol. Meiri andskotinn að troða öllum góðu þáttunum á þennan eina dag, mætti halda að þeir vissu ekki að það væru fleiri dagar í vikunni :o/

þriðjudagur, mars 14, 2006

Berrassaðar, tamdar rollur

Garðar skellti sér á hvolpanámskeið um helgina......og OH MY GOD!!!! Fjúff, það verður meiri vinna með þennan eina hund heldur en bæði börnin, hina rakkana, kettina og fiðurféð. Hundræksnið má ekki elta hross, fugla, hunda, bíla -semsagt ekki elta neitt sem hreyfist. Hann á samt að sýna skepnum áhuga en ekki hamast í þeim (mjöööööög auðvelt fyrir 3. mánaða hvolp-eða þannig!). Við þurfum svo að hafa kindur hér heima við í sumar til að æfa tíkina en fyrst þurfum við að fá einhvern með taminn hund til að temja rollurnar fyrir Pílu. Jahá. Garðar er farinn að hallast að því að það sé auðveldara að fara bara með allar rollurnar á námskeið...og skilja bara hundinn eftir heima. Og ég held barasta að ég sé pínu sammála honum.

Lítið gerist í hestamennskunni hjá okkur, við erum eiginlega að bíða eftir manni sem ætlaði að grafa niður lónseringarstaur fyrir okkur en hann er ekki búinn að koma enn. Þannig að maður gerir lítið annað en að dunda við þau á básnum, það er svo sem ágætt líka, manni langar bara að fara með þau eitthvað út í blíðviðrið og eiga við þau þar. Það hefur ekkert verið átt við flest þeirra þannig að það gengur ekki fyrir mig að lónsera þau nema að hafa staur, ég yrði eins og tuskubrúða á kaðlinum býst ég við.
Garðar er í rúning á fullu þessa dagana. þannig að hann er ekkert að sóa tímanum í hrossin. Það er með öllu óskiljanlegt að það skuli ekki vera búið að finna upp eitthvað til að losna við að rýja skjáturnar, einhverja vél sem er hægt að henda rollunni inn í og hún kæmi út berrössuð og alsæl. Þvílíkur lúxus sem það nú væri!

þriðjudagur, mars 07, 2006

Búin að taka inn hross

Svei mér þá, það hafðist hjá okkur að taka inn hrossin! Við sendum börnin í pössun á Krókinn og svo voru allsherjar þrif og tiltektir alla helgina. Við tókum svo inn á sunnudeginum, heil 7 hross og ótrúlegt en satt að þá er bara eitt brúnt! Jahérna, ég bjóst nú aldrei við því að hafa bara eitt brúnt hross inni, venjulega eru þau flest brún- kannski eitt rautt sem fær að fljóta með :o) Einn mósóttur, ein bleik, brúnskjótt, rauðblesótt, rauðstjörnótt og rautt. Nú er bara að fara að drullast til að temja þetta, maður er alltaf svo sperrtur fyrst sko...en svo sofnar löngunin þegar maður fer að sjá að maður hefur bara engan tíma fyrir þetta!
Ég tók Galdurssoninn minn inn, hann er á fimmta og hefur ekkert verið átt við hann. Hann var svo heppinn að vera settur á bás við hliðina á beljudruslunni sem er alveg kolvitlaus ennþá. En hann kippti sér nú ekki mikið upp við það, beit hana bara í hausinn ef hún var að ybba sig. Að vísu endaði með að við urðum að flytja hann því að beljan var alveg hætt að éta, hún hnoðaði bara stanslaust milligerðið og var orðin rennsveitt á þessum endalausa hamagangi. Allavega held ég ekki að ég þurfi að hafa áhyggjur af að temja hann Skjóna minn, hann var alveg pollrólegur yfir þessu öllu saman og hélt bara áfram að japla á sínu heyi.

Það var alveg stórskrýtið að vera barnlaus alla helgina, ansi tómlegt verð ég að segja. Við fórum á töltmótið á Blönduósi á föstudagskvöldið (já, fórnuðum Idolinu fyrir það!) og vorum orðin blá af kulda þegar þessu loksins lauk. Samt gaman að fara svona einu sinni, við höfum ekki farið á mót þarna síðan 2001 ef mig minnir rétt.

Við létum telja fóstur í lömbum og veturgömlum í seinustu viku, það kom svona bærilega út. Ekki nema 13 geldir í gemlingunum sem er held ég fínt, en þeir eru 144 í heildina. Veturgömlu eru ekkert spes, 25 einlembdar af 84. Máttum svo sem vita það þar sem ekki var haustrúið. Það munar alltaf miklu á frjóseminni ef ekki er rúið að hausti, verður ekki eins mikil sæld í þeim. En við huggum okkur við það að það var þó engin geld :o)

Hunda- og kattabúskapurinn gengur vel, engir stórir árekstrar orðið milli manna, katta og hunda ;o) Garðar fer á hvolpanámskeið um næstu helgi, það verður gaman að sjá hvernig gengur með Pílu. Hún er ósköp góð greyið, en hún pissar bara út um allt - svona hræðslupiss! Það má varla segja nafnið hennar að þá pissar hún á sig. Svolítið þreytandi en það rjátlast vonandi af henni þegar hún stækkar.
Jæja, nóg af bulli í bili-
OVER AND OUT

miðvikudagur, mars 01, 2006

Nú er ekki aftur snúið

Já, flugmiðarnir okkar komu með póstinum í dag; fyrir ykkur sem ekki vitið hvað ég er að tala um að þá erum við Garðar að fara í míni brúðkaupsferð til Sviss í sumar. Við fljúgum út 1. ágúst og komum aftur til landsins (þeas. ef við verðum ekki fuglaflensunni að bráð...) 10. sama mánaðar.
Þannig að ég segi bara Vííííííííííí!!!! Búin að bíða eftir þessari ferð í 2 ár og nú SKAL farið!

Garðari er farið að kvíða þetta ferðalag allverulega skal ég segja ykkur. Hann er viss um að verða skotinn af einhverjum terroristum, því hann er víst svo sveita-lúðalegur. Nú og ef þeir missa marks, þá mun það verða fuglaflensan sem sér um að stúta okkur. Já, hann er alltaf jafn bjartsýnn þessi elska c",)

Ég segi nú bara skítt og helvede með þessa fuglaflensu, hún getur nú alveg eins drepið mig hérna á klakanum eins og í útlandinu, því hún hlýtur hvort eð er að koma hérna í vor. Ég er farin að stórefast um að Garðar eigi nokkuð eftir að sjást í sauðburðinum, hann verður aaaallt of upptekinn af að liggja fyrir fuglunum og plaffa á þá ef þeir ætla sér að lenda hér á landareigninni...