miðvikudagur, júlí 27, 2005

Jahérna hér...það er sko gangur í þessu!

Ég er nú ekki sú sperrtasta í blogginu verð ég að segja, svei mér þá ef ég sökka ekki bigtime í þessu bloggdótaríi. Ég er búin að vera að rembast við að gera heimasíðu...btw gengur það ekki ýkja vel, svo mikið moj og vesen að pósta inn nokkrum línum...hugsa að það endi bara með því að ég klári síðuna og hafi svo bara link inn á þetta blogg fyrir fréttirnar. Setji bara upp síðuna þannig að það séu bara einhverjar x upplýsingar þar og myndir, td. sér rollusíða og sér síða fyrir hrossin með tilheyrandi myndum og gúdderíi....og svo láti ég það bara sem mest vera! Í hvert skipti sem ég hef ætlað mér að laga til og gera fínt á síðunni hefur allt hreinlega fokið út í buskann hjá mér, ég hef ekki þolinmæði í svona bull. Og blessaðar myndirnar á síðunni...færast til eins og þær fái borgað fyrir það, lenda alltaf ofan í textanum hjá mér eða einhversstaðar uppi í horni á síðunni.
Ég verð að fara að taka mig á...