föstudagur, apríl 27, 2007

???

Mig langar ekkert sérstaklega til að láta ykkur sjá þessa síðu, en ég bara verð. Á nú gjörsamlega að ganga af blessaðri sauðkindinni dauðri?! Þarf flokkurinn að draga hana með sér í svaðið??

"Ungt framsóknarfólk notar kindina í sitt efni og er ekki feimið við uppruna flokksins. Það er töff að vera sveitó og íslenska sauðkindin er mögnuð!" Ég er semsagt töff. Og sveitó. Takk fyrir að láta mig vita.

Ég er nú ekki sérstaklega pólitísk í mér þó ég vissulega hafi mínar skoðanir, sem geta breyst frá degi til dags. En mikið ætla ég að vona að enginn sem ég þekki ýkja náið ætli sér að kjósa þetta. Reyndar væri best ef enginn kysi þessa apaketti, en það er kannski fullmikil bjartsýni í mér.
Og hananú.

3 ummæli:

Hallfríður Ósk sagði...

Svoooooo sammála þér einu sinni sem oftar. Varð verulega móðguð þegar ég sá að framsóknarmenn væru búin að festa sér þetta netfang til að nota í kosningabaráttunni. Greinilegt að nú á að fara að smjaðra fyrir bændum og bændauppruna flokksins eftir að hafa í undanförnum kosningum reynt markvisst að losna undan þeirri ímynd og væla utan í þéttbýlisbúum
drasl

Maríanna sagði...

Ég held að við hljótum að vera andlega skyldar ;)

Og lógóið hjá þeim á síðunni? Á það að vera sauðkindinni til framdráttar? Hún lítur út fyrir að vera þroskaheft! Skil þetta bara engan veginn, þeim tekst ekki einu sinni að gera þetta fyndið!

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að kjósa og það var sko ekki XB!!!