og að sjálfsögðu fæðist þá fyrsta folaldið í ár! Og eins og undanfarin ár er það hryssan hans Gísla, Dama frá Brekku, sem ríður á vaðið. Folaldið er bika svart og hryssa sýndist mér, verður því væntanlega grátt. Faðirinn er Alvar frá Nýja-Bæ, sem er grár foli fæddur 2003. Hann er undan Huginn frá Haga og Furðu frá Nýja-Bæ. Ég legg til að hún verði nefnd Kosning, það er öllu skárra en Júróvísa eða eitthvað álíka ;o) En ef þetta er hestur, tja...allavega verður það þá ekki nefnt Össur!
Eins og þið sjáið er veðrið ekki til að hrópa húrra fyrir, kengur í litla greyinu. Það er samt vel sprækt og Dama passar sig á að vera í skjólinu við réttina. Að vísu rauk hún af stað þegar ég mætti á svæðið, alltaf stygg þegar hún er nýköstuð. Þannig að ég var fljót að láta mig hverfa eftir að hafa náð nokkrum misgóðum myndum, reyni að ná betri myndum seinna þegar veðrið er aðeins betra..
Ég og Garðar vorum einmitt að tala um það hvenær fyrsta folaldið kæmi í morgun, ég sagðist halda að það ætti nú að fara að koma. Hann vildi meina að það kæmi í fyrsta lagi folald upp úr 20. maí, en eins og venjulega veit ég best ;o)
5 ummæli:
Sælar :) Þakka þér fyrir góð ráð í sambandi við þú veist hvað :)
Allavega er þetta nú bara voða sætt folald :)
Og já það er nú ekki spurning hver best á þínu heimili elskan ;):);)
Biðjum að heilsa í hólinn ;)
kv Eva
Ferlega sætt folald og bónus að það verði grátt :)
Svaka fallegt folald og ekki spillir ætternið.
kveðja úr 17° hita í Köben
Hallfríður
Heyrðu eigum við að skipta á folaldinu og hitastiginu þínu?
;)
góð hugmynd, er sko alveg til í að fórna hitanum fyrir svona fallegt folald
Skrifa ummæli