
og að sjálfsögðu fæðist þá fyrsta folaldið í ár! Og eins og undanfarin ár er það hryssan hans Gísla, Dama frá Brekku, sem ríður á vaðið. Folaldið er bika svart og hryssa sýndist mér, verður því væntanlega grátt. Faðirinn er Alvar frá Nýja-Bæ, sem er grár foli fæddur 2003. Hann er undan Huginn frá Haga og Furðu frá Nýja-Bæ. Ég legg til að hún verði nefnd Kosning, það er öllu skárra en Júróvísa eða eitthvað álíka ;o) En ef þetta er hestur, tja...allavega verður það þá ekki nefnt Össur!

Ég og Garðar vorum einmitt að tala um það hvenær fyrsta folaldið kæmi í morgun, ég sagðist halda að það ætti nú að fara að koma. Hann vildi meina að það kæmi í fyrsta lagi folald upp úr 20. maí, en eins og venjulega veit ég best ;o)
5 ummæli:
Sælar :) Þakka þér fyrir góð ráð í sambandi við þú veist hvað :)
Allavega er þetta nú bara voða sætt folald :)
Og já það er nú ekki spurning hver best á þínu heimili elskan ;):);)
Biðjum að heilsa í hólinn ;)
kv Eva
Ferlega sætt folald og bónus að það verði grátt :)
Svaka fallegt folald og ekki spillir ætternið.
kveðja úr 17° hita í Köben
Hallfríður
Heyrðu eigum við að skipta á folaldinu og hitastiginu þínu?
;)
góð hugmynd, er sko alveg til í að fórna hitanum fyrir svona fallegt folald
Skrifa ummæli