mánudagur, janúar 30, 2006

Þorrablótið búið

Já, svei mér þá....þetta hafðist barasta af hjá okkur í þorrablótsnefndinni! Að sjálfsögðu var þetta laaaaaaaaaaangbesta þorrablótið sem haldið hefur verið, ekki að spyrja að því sko :o) Ég var veislustjóri og las annálinn og ég bara komst svona nokkuð skammlaust í gegnum þetta. En mikið svakalega var erfitt að stíga á sviðið fyrst um kvöldið! Fjúfff...........mikið er gott að þurfa ekki að standa í þessu á næstunni!

Ég skellti mér suður með Ragnar Loga í seinustu viku, hann var svæfður hjá tannlækninum og gert við allt heila klabbið í einu. Gekk bara alveg eins og í sögu allt saman. En ROSALEGA er tímakaupið gott hjá þessum gaurum, váááá.......!! Það er eins gott að Ragnar passi vel upp á tönnslurnar eftir þetta. Mikill peningur fyrir viðgerðir sem detta úr eftir nokkur ár!

Við gistum hjá Stebba bróður, það var mjög fínt bara- hann er alltaf jafn yndislegur kallinn ;o) Það var ekkert gert á mánudeginum annað, þar sem að Ragnar var náttúrulega eftir sig eftir svæfinguna. Á þriðjudeginum átti heldur betur að taka borgina með trompi, fara búð úr búð og skoða allt sem aldrei er tími til að skoða. Það var svo náttúrulega enginn tími í það frekar en fyrri daginn, þó að Stebbi greyið hafi verið boðinn og búinn að sýna manni allt sem maður vildi sjá. Ég skellti mér í tattoo, það fóru nú bara tveir og hálfur tími í það, svo fór ég í klippingu og litun........og þá var nú bara dagurinn búinn! Reyndar endaði með að ég mætti klukkutíma of seint í klippinguna þar sem að tattooið tók svo langan tíma. Þannig að það var nú bara ekkert mikið verslað í ferðinni, enda svosem bara allt í lagi þar sem mig vantaði nú ekkert sérstakt ;o) Það er bara svo gaman að versla SAMT! Ég fór í slatta af fatabúðum en það var bara allt sem ég skoðaði í dvergastærðum, ég er nú ekki feit, en ég fann bara ekkert sem mér líkaði sem ég gat komist í. Þannig að ég gaf það fljótlega upp á bátinn og keypti föt á Ragnar Loga í staðinn.
Og..........já ég keyrði sjálf í Reykjavík! Það gekk nú bara furðanlega vel skal ég segja ykkur, ég villtist bara ekki neitt :o) Nú get ég farið að fara vikulega bara, í stað þess að fara á 3-4 ára fresti...

föstudagur, janúar 20, 2006

Hver ætlar að keyra fyrir mig??

Já, það styttist óðum í Reykjarvíkurferðina mína, ég verð vafalaust ekki vinsæl á götum borgarinnar- en só wat- við Gassi erum vön að láta flauta á okkur þegar við förum suður, núna verð ég að vísu bara ein á ferð til að taka við flautinu! Ég fer eftir hádegi á sunnudaginn, Ragnar á tíma á mánudagsmorguninn, þetta á að taka um tvo tíma held ég. Svo verður maður nú að versla eitthvað, eru ekki útsölur alls staðar?!

Það styttist óðum í þorrablótið líka, æfingar ganga hægt en öruggulega skulum við segja...

Við erum ekki farin að taka inn hross ennþá, ætli við rífum ekki inn um mánaðarmótin. Ætli það séu ekki ein 7 stykki sem þarf að koma stand, við erum orðin allsvakalega ódugleg við þetta eitthvað. Við þurfum bara að færa kusurnar eitthvað til í húsinu, það GÆTI orðið bölvaður hausverkur, svarta beljan er alltaf kolvitlaus. Karamella er orðin nokkuð spök, ætli hin endi ekki í sláturhúsinu bara; allavega ef hún verður svona áfram.

Kolbrún og Ragnar eru byrjuð á leikskólanum, Ragnar er voðalega ánægður með það og Kolbrún reyndar líka. Ekkert vesen með það. Þetta er ágætt, bæði fyrir þau og mig! Nú hlýt ég að koma miklu meiru í verk....hmmmmmmmm...........

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Enn einn höfuðverkurinn..

Já, það er komið að hinu árlega þorrablóti hér í sveit og það vill svo skemmtilega til að við erum í þorrablótsnefndinni. Og þetta er alltaf sama sagan, maður er alveg tómur í kollinum varðandi hugmyndir að skemmtiatriðum. Nú þarf að pæla út og finna hvað hver og einn í sveitinni gerði af sér á síðastliðnu ári, allar hugmyndir eru vel þegnar :o)
Þorrablótið verður 28 janúar næstkomandi, og við erum búin að halda alveg einn fund! Rífandi gangur í þessu hjá okkur.....

laugardagur, janúar 07, 2006

Svo lítið að frétta....

Góðan og blessaðan daginn og gleðilegt nýtt ár!
Allt gott að frétta af Stórhólnum, það er komið nýtt ár hjá okkur líka eins og vonandi ykkur flestum ;o) Áramótin liðu áfram tíðindalaust, ég var að vinna á gamlárskvöld en afgangurinn af famelíunni fór á Blönduós í mat og á flugeldasýningu. Ég var svo komin heim úr vinnunni kl. 23:30 og sat ein og yfirgefin hérna heima þegar nýtt ár gekk í garð. Svosem ágætt því þá gat ég horft á gamla árið hverfa og það nýja koma í friði og ró - venjulega hefur maður verið úti í garði hjá tengdó að skjóta rakettum á þeim tíma. Mér finnst það alltaf hálf sorglegt þegar gamla árið hverfur, það hefur enga von um að komast til baka aftur greyið.

Við keyptum okkur jeppa um daginn, já það hafðist hjá mér að bæta enn einu farartækinu á bæinn! Þetta er Nissan Patrol, alveg fínasti bíll þó ég segi sjálf frá ;o)
Og auðvitað verslaði ég hann í gegnum Barnaland, það er ýmislegt hægt að finna þar skal ég segja þér!

Það er búið að vera bölvað bras með Ragnar og tennurnar hans, ég mátti bruna með hann á Krókinn í neyðartannlæknaferð. Ég fer svo suður með hann 23. janúar, og þá verður hann bara svæfður og gert við allt í einu. Þannig að Stebbi minn- farðu að undirbúa þig undir komu okkar ;o) Það verður ekkert grín fyrir þig að fá svona hillbillís í heimsókn sko...
Annars finnst mér verst að ég skyldi ekki fara strax með hann á Krókinn eins og ég ætlaði mér, þessi tannlæknir var ALLT öðruvísi og það var bara ekkert vesen. Hann rauk ekki svona beint í munninn á drengnum og þá var þetta bara allt annað. Held að ég fari svo bara með hann í eftirlit á Krókinn frekar en hérna....

Ég fékk afganginn af jólagjöfunum í gær í póstinum, ekki seinna vænna ;o) Þetta kennir mér að vera aaaaaaaaaðeins tímanlegri fyrir næstu jól!