miðvikudagur, maí 31, 2006

Nýjasta nýtt

Það kom kálfur í heiminn hér á bæ í gærkvöldi. Fyrsti kálfurinn í okkar búskapartíð. Og ef ég á að segja þetta á fallegri íslensku, að þá var beljan koooooooooooolvitlaus. Við máttum hringja í Reyni sterka og fá hann til að hjálpa okkur að færa hina kusuna, svo þessi gæti verið brjáluð alveg alein með kálfinum sínum. Jedúddamía.
Þetta er svört kvíga og fékk það virðulega nafn Janine Maria Magdalena, í tilefni þess að stúlkan sem býr hjá okkur heitir einmitt þessu nafni og átti afmæli í gær. Lágmark að fá nöfnu á afmælisdaginn sinn ekki satt...
Af kisumálum er það að frétta að það er einn kettlingur eftir. Einn framdi sjálfsmorð með skóreiminni hans Ragnars og Stebbi bróðir ætlar að fá einn. Ragnar Logi er búinn að skíra þann sem eftir er, hann heitir víst Tossi.
Það eru komin 11 folöld, ættu að koma 10-11 í viðbót ef útreikningar standast. Nóg að borða í haust nammi namm.... ;o)
Þessar fáu skjátur sem eftir eru ætla að halda í sér eins lengi og þær geta. Enginn gemlingur borið í tvo daga og ég er orðin hundleið á að fara út á nóttunni. Kolbrún vaknar alltaf þegar ég kem inn aftur og vill þá ekki fara að sofa. Bara leiðinlegt.
Ragnar fer í sjónmælingu á morgun, svo verð ég að bruna suður enn eina ferðina til að velja nýtt sett á trýnið á honum. Eins og mér finnst nú gaman að fara til Reykjavíkur eða þannig...

Jæja, best að byrja ekki oft skarpt að blogga svona eftir sauðburðinn, gæti endað með að ég geldist upp ;o)

föstudagur, maí 26, 2006

Fjúff...

Jæja já, ég er á lífi. En er orðin þreyttari en andskotinn eftir þennan sauðburð. Eins og maður er spenntur yfir því að sauðburður byrji er maður SVAKALEGA feginn þegar honum lýkur!
Lifandi lömb eru vel yfir sjöunda hundraðið eins og staðan er í dag, en það eru líklega um 40 hausar allavega sem eru eftir að bera og þar af er um helmingurinn gemlingar. Þetta er bara búið að ganga bærilega, það hefur þurft að hjálpa talsvert í ár, mikið af lömbum sem eru að koma öfug.
Og við erum búin að fá væna súpu af litum, ég ætla nú ekki einu sinni að reyna að telja þá upp, væri fljótlegra að telja þá sem ekki eru komnir held ég! Alltaf gaman að fá liti með ;o)

Það var skítaveður hérna á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, snjóaði og var bálhvasst. Gátum sett aðeins út fé í dag, enda ekki veitir af þar sem að líklega eru rúmlega 500 lömb inni! Og það er sko ekki gaman. Lömbin orðin svo stór að þau eru út um allt og upp um allt. Allir garðar fullir af óþekkum lömbum sem vilja helst hvergi vera nema þar sem þau eiga ekki að vera...

Við erum búin að fá ágætis aðstoð þennan sauðburðinn; tengdapabbi eins og venjulega, tengdamamma var eitthvað líka, Gústi, Ragnheiður og svo líka þýska stúlkan sem býr hjá okkur þessa dagana. Gísli og Gústi fara um helgina og Ragga líka, þannig að það stendur til að hafa grillveislu í kvöld áður en liðið fær að fara heim :o)

Svo bara vona ég að það verði alveg roooooooooooooooooosalega fáar kindur eftir að bera þegar helgin er liðin. Ég vil gjarnan fá að fara að sofa á nóttunni aftur takk!

Læt þetta duga í bili, hef ekki heila fyrir meeeeeeeeeee.....ira skriferí í bili.