Eitt folald kom í heiminn í nótt, jörp hryssa undan Kolbrúnu frá Stórhóli og Alvari. Ég bjóst nú ekki við að það kæmi jarpt undan brúnni meri og gráum hesti (fæddur brúnn)? Hann er að vísu undan jarpri hryssu og Kolbrún gæti verið það líka, hef ekkert gáð að því í Feng. Enda skiptir það nú engu máli, huggulegt folald hvernig svosem liturinn er á því ;o)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Krúttið. Rosalega öfunda ég þig af þessum fallegu folöldum. Sýnist svo miðað við myndirnar að ég sé búin að standa við minn hluta af samningnum og skila af mér góða veðrinu til þín þannig að hvenær má ég sækja folaldið mitt:)
Hér er alla vega rok og grenjandi rigning og ég tók meira að segja ullarsokkana fram aftur í morgun
Heyrðu nú mig, hitastigið hér er ekki til að hrópa húrra fyrir skal ég segja þér. Hangir í 5°C á daginn og kaldara á nóttunni. Þannig að þú verður að senda betri strauma en þetta frá Köben ;) Ég skal hins vegar selja þér eitt í haust á góðu verði...minnsta málið ;)
Ó, var það hitastigið sem átti að miða við, það var fúlt:)
En aðeins um litinn á folaldinu, Samkvæmt minni bestu vitund, og reyndar Sigríðar líka getur ekki komið jarpt folald undan tveimur brúnum. Það eru því þrír möguleikar í stöðunni:
1. Pabbinn hefur fæðst jarpur en ekki brúnn (leinir sér ekkert á myndunum að móðirin er brún)
2. folaldið er ekki rétt feðrað
3. þið eruð að afsanna aðra erfðafræðikenningu (fyrir þá sem ekki muna var fyrri erfðafræðikenningin sem þið kollvörpuðuð sú að foreldrar eigi hvort um sig 50% hvort í afkvæminu)
bið að heilsa og endilega vertu dugleg að blogga og setja inn myndir
Hananú! Það er ekkert um annan hest að ræða,að minsta kosti ekki sem ég veit um, en merin er náttúrulega undan jörpum hesti(Stormi), var búin að steingleyma því. Og Alvar undan jarpri meri, kannski það sé að spila inn í? Ég veit því miður allt of lítið í erfðafræðinni...nema jú það að Garðar er ansi kynsterkur ;)
það skiptir ekki máli með afana og ömmurnar. Jarpi erfðavísirinn er ríkjandi og dylst því ekki bak við brúnt, kemur alltaf fram nema hrossin séu með rauðu erfðavísana -rauð í grunnlit, þá getur sá jarpi verið dulinn og komið fram í næstu kynslóð með réttum mótaðila. Alla vega, er nokkuð viss í minni sök að svona sé þetta en hef náttúrulega ekkert að fletta upp í hérna en skal svo sannarlega leiðrétta mig ef ég kemst að annarri niðurstöðu (þó ég hati að viðurkenna að ég hafi rangt fyrir mér:)
Skrifa ummæli