fimmtudagur, júní 21, 2007
Ég var búin að skrifa
mánudagur, júní 18, 2007
Húsbóndinn á heimilinu
fimmtudagur, júní 14, 2007
Það hafðist af
Varmi kominn á veginn.
Skundi fékk far heim eftir öll hlaupin..
Hitinn var eiginlega of mikill fyrir greyið hrossin. Folöldin voru rennsveitt og héngu á spenanum nærri stanslaust. Þess á milli dormuðu þau við hliðina á mömmu sinni, alveg ógurlega þreytt! Folaldið undan Gránu hennar Kolbrúnar var nú bara við það að falla um koll af þreytu!
Læt þetta duga,annars endar þetta með því að ég set inn allar 120 myndirnar sem ég tók!
laugardagur, júní 09, 2007
Gargandi snilld!
Það er undan moldóttri meri og jörpum hesti, er þetta ekki bara följarpt eða bleikjarpt einhvernveginn?? Mér fannst eins og augun í því væru mun ljósari en venjulega?
Erum að fara að stússast í hrossum í dag og vonandi á morgun, losa okkur við hagagönguhross og græja hryssurnar sem eiga að fara með Mjölni í hólf.
Folaldið sem ég bjástraðist við í 5 daga drapst að lokum, það fékk aldrei almennilegan þrótt í afturpartinn og gat aldrei staðið upp af sjálfsdáðum. Ekki alveg eins og það átti að vera. Aldrei verið eins mikið bras á hrossunum eins og eftir að við urðum fjárlaus!
Vonandi næ ég að taka myndir af öllum folöldunum, mig langar til að koma myndum af þeim öllum á myndasíðuna mína, það eru bara 3 hryssur sem eiga eftir að kasta sýndist mér. Og vonandi verður veðrið svona frábært á morgun eins og það er í dag, það er svo gaman að labba innan um hrossin í svona veðri og taka myndir af þeim.
Þetta er gott í bili, hef ekkert að segja -langaði bara að sýna ykkur folaldið!
fimmtudagur, júní 07, 2007
Best að hugsa sinn gang
þriðjudagur, júní 05, 2007
Mjölnir
Klárinn er virkilega fallegur og mjög prúður í umgengni, við settum hann bara beint í merar þegar hann kom, þar sem plássið í hesthúsinu er orðið af skornum skammti út af veika folaldinu. Enda engin ástæða til að láta þetta hanga inni að ástæðulausu. Folinn var líka guðslifandi feginn að komast út á lífið ;o)
Jæja, hef engan tíma í þetta, farin að hræra saman mjólk, eggjum og hunangi og kveð í bili..
laugardagur, júní 02, 2007
Loksins
Talandi um stóðhesta; klárinn sem við verðum með í sumar var byggingardæmdur í vikunni á Gaddstaðaflötum og fékk þennan líka fína dóm. 8,44 fyrir byggingu takk fyrir! Svo skemmir nú ekki liturinn, en hann er bleikskjóttur. Ég sé fram á erfitt næsta ár í folalda ásetningi ;o)
Þessi hestur heitir Mjölnir frá Héraðsdal og er undan Hilmi frá Sauðárkróki. Hann á að koma til okkar á mánudaginn, að sjálfsögðu læt ég Garðar prófa gripinn og sjá hvort hann er eitthvað meira en útlitið blessaður. Og ég verð á vísum stað-með myndavélina á lofti..
Ætla að segja þetta gott í bili, set engar myndir í þessari færslu þar sem ég býst við að hafa ríflegt magn af þeim í þeirri næstu. Vafalaust einhverjir sem eru jafn illa tengdir og ég sem blóta þessum endalausu myndum sem ég treð hér inn! Eða er ég orðin sú eina sem bý með ISDN+, sem átti að vera svo MIKLU BETRI en sú tenging sem ég hafði. Hef nú ekki fundið það nema á einn hátt; mun hærri símreikningi...
Eitt enn, þið eruð nú meiri dónarnir að minnast ekkert á breytt útlit síðunnar, kostaði blóð, svita og tár að breyta þessu (ok...smá ýkjur :)! Hnusssssss....!