miðvikudagur, maí 16, 2007

Labbitúr


Við Valgerður Emma og Skundi fórum í gönguferð í blíðunni, ég skellti henni í svona barnapoka og þrammaði með hana á maganum hingað og þangað. Við byrjuðum á að kíkja á hrossin en það voru engin ný folöld mætt á svæðið. Folaldið hennar Dömu var að skoða sig um í réttinni, því leist afskaplega vel á tökubásinn. Er ekki eins viss um að það verði svona vinsæll staður seinna meir ;o)

Við tókum myndir af öndum og hænum líka, reyndar áttum við fótum okkar fjör að launa þar sem haninn var ískyggilega æstur í að elta okkur. Hann hljóp á eftir okkur eins og vitlaus væri en ég reddaði málunum með því að kalla á Skunda, honum finnst sem betur fer alveg ÆÐISLEGT að fá að elta hanann ;o)














Þegar heim var komið sátu Tarzan og Bangsi á þvottavélinni og biðu eftir matnum sínum. Pírðu augun í sólinni en fylgdu mér samt eftir með höfðinu til að gá hvort ég færi nú ekki að hella mat í dallinn þeirra. Minntu mig hálfpartinn á Stevie Wonder, vantaði bara að þeir dilluðu sér meira .
"Hvar er maturinn okkar kerling??!"
Annars gengur lífið sinn vanagang. Kosninga- og Júró helgin var ágæt, fyrir utan að ríkisstjórnin féll ekki. Ætla ekkert að fara að rökræða um það, ég hef ekki nógu mikið vit á pólitík til þess. Og eins og ég hef áður sagt vil ég hafa rétt fyrir mér í alla staði og því er best að láta þetta umræðuefni kyrrt liggja. Því það þykjast jú allir hafa rétt fyrir sér í þessum efnum, er það ekki?


Engin ummæli: