sunnudagur, febrúar 26, 2006

Tóm leiðindi bara

Já, það herja veikindi á Stórhólnum, Kolbrún er búin að vera alveg hundveik seinustu 3 daga, Ragnar veiktist í gær og ég er svo komin með þetta helvíti líka. Þá er bara einn á heimilinu sem er nokkuð heill og því miður er það ekki besti kokkurinn á heimilinu...
Ég spurði hann hvort að hann myndi nú ekki sjá um matinn í kvöld og hann leit á mig með furðusvip og sagði: "Erum við ekki búin að borða alveg nóg seinustu daga? Svo er nú til nóg af snakki í skápnum..." Ojjj þessir karlmenn stundum :0/ Það myndi fjúka í hann ef ég byði honum bara upp á snakk alla daga. Ef það væri hins vegar ís væri hann sáttur og glaður.
Þannig að ég bíð eftir hruni Garðars- það hlýtur að koma að því að hann fái þetta- og þá ætla ég ekki að þjónusta hann eins og vant er.
Ótrúlegt hvað kallar verða alltaf MIKLU veikari en konur. Ég á aldrei eins bágt og hann ef við erum lasin. Ég veit ekki hvaða jólasveinn fann upp á því að kvenkynið væri veikara kynið, sá apaköttur hefur greinilega aldrei séð eða hitt karlmann með flensu...

föstudagur, febrúar 24, 2006

Og enn bætist við fjölskylduna...

Já, ég ætla ekkert að segja neitt meira en það held ég, nema það að þeir eru rosalega sætir ;o) Þeir kostuðu þagnarbindindi á milli mín og Garðars í tvo daga...en svo gáfumst við bæði upp á því og hann er búinn að sætta sig við vesenið á mér. Hann segir að nú muni allir halda að við séum snargeðveik....en só wott...ég held að það viti það allir hvort sem er að við erum kolklikk!



sunnudagur, febrúar 19, 2006

Bætist við fjölskylduna..

NEI....ég er ekki ólétt!

Já, eins og þið sjáið er komin nýr fjölskyldumeðlimur. Og já, núna erum við komin með 4 stykki takk fyrir!
Hún heitir Píla, þessi elska, og er hreinræktaður Border Collie. Nú ætlar Gassi minn að taka smalamennskur framtíðarinnar með trompi, stefnan sett á hvolpanámskeið í næsta mánuði og svo smalahundakúrs í haust. Geeeeeetur ekki klikkað ;o)
Já, við erum bæði algjörir sökkerar þegar kemur að litlum, sætum hvolpum og kettlingum! Og ég er afskaplega ánægð með það, mikið betra að réttlæta vitleysuna sem manni dettur í hug þegar maki manns er engu skárri...

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Já....svei mér þá -Silvía Nótt rúlar!

Ég hef nú ekki verið hrifin af henni hingað til, en hún er barasta með eina almennilega lagið í Júróinu í ár. Lagið sem Regína syngur er allt í lagi jú, að vísu man ég ekkert hvernig það er ;o) Hins vegar glymur Til hamingju Ísland í hausnum á mér allan daginn. Ég bjóst ekki við að ég myndi segja þetta en............................................................
ÁFRAM SILVÍA NÓTT!!!!!

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Endalaus skil á hinu og þessu :o(

Ég er alltaf að skila einhverju inn; fyrst voru það hrossaskýrslurnar svo fjárbókhaldið, núna styttist í virðisaukaskattinn og helvítis skattframtalið fer alveg að koma. Þetta er nú eitthvað gruggugt með þetta skattframtal, mér finnst ég skila því MUN oftar en einu sinni á ári! Ég er alltaf að gera skattframtalið!! Hvernig er þetta helvíti hægt??? Svo er launamiða mánuður í þokkabót.....AAAAAAAARG!!!!!!!!!!!
Reyndar var ég að klára fyrst núna afkvæmarannsóknina fyrir hrútana, sendi það frá mér í gær- guði sé lof að það er búið! Búið að hvíla þungt á mér svo vikum skipti, en náttúrulega kom ég því aldrei í verk.
Við fengum svo merkin í ásetningslömbin í gær, og auðvitað gleymdi ég að panta í hrútana þannig að ég verð að panta aftur...hvernig er hægt að vera svona??

Ragnar Logi er kominn í langþráð frí á Krókinn, verður þar yfir helgina og svo er skírn hjá Víði og Lindu á sunnudaginn. Miklar vangaveltur um nafnið, verður öruggulega eitt íslenskt og eitt sænskt nafn ;o) Kemur í ljós.....
Annars mátti hann varla vera að því að fara, þar sem að ORKUBÓKIN kom í pósti í dag. MIKILL spenningur yfir öllum þessum límmiðum! OG loksins getum við kannski farið að ala drenginn almennilega upp, því hann tróð í sig einum banana og drakk tvö glös af vatni ÁÐUR en hann var búinn að opna bókina!!

Það er bara svo æðislegt veður dag eftir dag, vonandi verður þetta bara svona fram á sumarið, þá verð ég glöð :o)