Ég var að horfa á Kastljósið í kvöld, þar var verið að fylgja fíkniefnalögreglunni eftir í blessaðri Reykjarvíkinni og fylgst var með þegar þeir voru að bösta dópistana. Svo var farið á einhvern skemmtistað þar sem allir voru víst meira eða minna útúrdópaðir og einn lögreglumaðurinn sagði eitthvað á þessa leið: "Þegar ég lít yfir hópinn, þá get ég pikkað út alla sem eru á e-trippi. Það er eins og þessir aðilar æpi á mig." Ekki myndi ég þekkja úr manneskju sem væri búin að fá sér e pillu, ekki einu sinni þótt ég fengi mjög skýran og ítarlegan leiðarvísi um e pillu einkenni!
En þetta var skrýtið.
Þetta er nefnilega alveg eins og mér leið þegar við fundum riðuveiku kindurnar. Það var eins og þær æptu á mig úr 550 kinda hjörðinni.
Held að ég eigi alltaf eftir að geta pikkað út svona kindur líkt og löggan gat þefað uppi e liðið, vona bara að ég þurfi ekki að gera það aftur. Og það er ég viss um að þeir yrðu líka guðslifandi fegnir ef þeir þyrftu ekki lengur að pikka út e pillu notendur. Það er bara vonandi að ósk mín rætist, bæði fyrir mig og þá ;o)
þriðjudagur, mars 27, 2007
mánudagur, mars 26, 2007
Tíminn líður
Set inn mynd af Valgerði Emmu, hún er orðin 3. mánaða! Mikið líður þetta hratt!
Hún var að reyna að segja mér eitthvað rosalega merkilegt þegar ég tók myndina, allavega iðaði hún eins og fló á skinni þegar ég smellti af.
Ég er búin að MARGREYNA að taka mynd af systkinunum öllum saman til að geta nú montað mig af fallegu grislingunum mínum ....en það er ekki svo auðvelt. Ragnar þarf annaðhvort að vera að góna eitthvað út í loftið eða reka út úr sér tunguna og geifla sig ógurlega, en Kolbrúnu finnst það alveg rosalega fyndið að skella rassinum fyrir myndavélina og þykjast prumpa. Vel upp alin börn ha? Skil ekki hvar þau læra þetta...
Hún var að reyna að segja mér eitthvað rosalega merkilegt þegar ég tók myndina, allavega iðaði hún eins og fló á skinni þegar ég smellti af.
Ég er búin að MARGREYNA að taka mynd af systkinunum öllum saman til að geta nú montað mig af fallegu grislingunum mínum ....en það er ekki svo auðvelt. Ragnar þarf annaðhvort að vera að góna eitthvað út í loftið eða reka út úr sér tunguna og geifla sig ógurlega, en Kolbrúnu finnst það alveg rosalega fyndið að skella rassinum fyrir myndavélina og þykjast prumpa. Vel upp alin börn ha? Skil ekki hvar þau læra þetta...
fimmtudagur, mars 22, 2007
Ferðin
Við fórum í gær til höfuðborgarinnar til að láta taka nefkirtlana úr Kolbrúnu. Það tók ansi fljótt af, hún var kannski í korter inni hjá lækninum og svo var bara beðið eftir að hún vaknaði eftir aðgerðina. Hálfgerð færibandavinna fannst mér, hún var ekki fyrr vöknuð en það var byrjað að ýta okkur nær og nær útgönguleiðinni. Fengum ælubakka í hönd og svo vorum við kvödd með det samme. Ekki það að mér finnist sérstaklega gaman að hanga inni á svona stöðum, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera!
Við ákváðum að taka enga sénsa og vorum eina nótt fyrir sunnan, bæði þar sem við vildum ekki vera að flækjast með Kolbrúnu svona hálfslappa og líka af því að veðrið var svo andskoti leiðinlegt. Ekkert spennandi að vera fastur upp á heiði með tvö börn. Þannig að Fríða var svo elskuleg að redda okkur gistingu á vægu verði á Fjörukránni (eða hótelinu þar...ekki á barnum sjálfum!) -ekki slæmt skal ég segja ykkur. Alltaf gaman að gista á hóteli svona eins og eina nótt, það gerist nú ekki svo oft. Verst að við vorum orðin svo þreytt að við vorum sofnuð kl. 22:30 eða um það bil!
Svo var bara brunað af stað í morgun, með stoppi í Bónus í Borgarnesi, þurftum að vísu að hanga þar í klukkutíma þar sem búðin opnaði ekki fyrr en kl. 12:00. Við rúntuðum bara um bílasölurnar þangað til hún opnaði og skoðuðum alveg óheyrilega mikið magn af ryðguðum vögnum og vörubílum. Garðari fannst þeir alveg rosalega flottir og fínir, ég var ekki eins hrifin satt best að segja..
Annars er lítið að frétta, ég hafði það af að verða þrítug á sunnudaginn var, finn nú ekki mikinn mun á mér enn sem komið er. Fékk leiðindaveður í afmælisgjöf, ég er reyndar alvön því. Get talið þau á fingrum annarrar handar góðu afmælisveðrin sem ég hef fengið um ævina. 'Eg held svei mér þá að marsmánuður sé leiðinlegasti mánuður ársins!
Læt þetta duga, ætla að fara að gefa mannskapnum að borða og horfa á veðurspánna, það er víst önnur lægð á leiðinni í heimsókn...
Við ákváðum að taka enga sénsa og vorum eina nótt fyrir sunnan, bæði þar sem við vildum ekki vera að flækjast með Kolbrúnu svona hálfslappa og líka af því að veðrið var svo andskoti leiðinlegt. Ekkert spennandi að vera fastur upp á heiði með tvö börn. Þannig að Fríða var svo elskuleg að redda okkur gistingu á vægu verði á Fjörukránni (eða hótelinu þar...ekki á barnum sjálfum!) -ekki slæmt skal ég segja ykkur. Alltaf gaman að gista á hóteli svona eins og eina nótt, það gerist nú ekki svo oft. Verst að við vorum orðin svo þreytt að við vorum sofnuð kl. 22:30 eða um það bil!
Svo var bara brunað af stað í morgun, með stoppi í Bónus í Borgarnesi, þurftum að vísu að hanga þar í klukkutíma þar sem búðin opnaði ekki fyrr en kl. 12:00. Við rúntuðum bara um bílasölurnar þangað til hún opnaði og skoðuðum alveg óheyrilega mikið magn af ryðguðum vögnum og vörubílum. Garðari fannst þeir alveg rosalega flottir og fínir, ég var ekki eins hrifin satt best að segja..
Annars er lítið að frétta, ég hafði það af að verða þrítug á sunnudaginn var, finn nú ekki mikinn mun á mér enn sem komið er. Fékk leiðindaveður í afmælisgjöf, ég er reyndar alvön því. Get talið þau á fingrum annarrar handar góðu afmælisveðrin sem ég hef fengið um ævina. 'Eg held svei mér þá að marsmánuður sé leiðinlegasti mánuður ársins!
Læt þetta duga, ætla að fara að gefa mannskapnum að borða og horfa á veðurspánna, það er víst önnur lægð á leiðinni í heimsókn...
þriðjudagur, mars 13, 2007
Ó Reykjavík
Fórum suður í gær með Kolbrúnu til HNE læknisins. Vorum mætt á settum tíma (að ég hélt?!), eða stundvíslega kl. 11:40. En nei.....þá áttum við víst að mæta klukkan 9:45! Ég var nú ekki par sátt, veit að ég hefði aldrei tekið tíma svona snemma morguns þar sem að við ætluðum að keyra suður um morguninn. Mér finnst 11:40 EKKI hljóma neitt líkt 9:45....finnst ykkur það?!
Anyway, hún komst að klukkan 13:00 í staðinn og það kom í ljós að hún er með of stóra nefkirtla eins og við vissum og einnig með vökva í báðum eyrum. Þannig að við verðum að fara aftur suður í næstu viku, en það verður stungið í eyrun og nefkirtlarnir teknir. Og ég hafði vit á að fá tímann skrifaðan niður af lækninum sjálfum á blað! Þetta lið fær ekki að plata mig aftur!
Kíktum í Hestagallerý, Garðar verslaði sér úlpu og eitthvað dótarí, ég keypti mér einn taum, veit ekki alveg til hvers þar sem ég er steinhætt að fara á bak. Hundarnir geta þá fengið eitthvað til að naga í það minnsta, þeir hafa verið iðnir við það síðastliðin ár allavega...
Hittum meira að segja mann í búðinni sem var gangnamaður fyrir Stórhól í gamla daga, gaman að því :o)
Kíktum svo aðeins á Stebba bróður í Húsasmiðjunni, hann var ekki búinn að sjá Valgerði þannig að það var kominn tími á það.
Varð ekkert meira um búðarráp þar sem tíminn var uppurinn, fer alltaf drjúgur tími hjá okkur í að koma okkur á milli staða í þessari blessuðu höfuðborg.
Þegar heim var komið var Ragnar Logi orðinn lasinn aftur. Kominn með 39,6°C og hundslappur. Janine var orðin veik líka þegar við vorum fyrir sunnan og ég er alltaf með helvítis ógleði inn á milli. Ég held að þessar pestir ætli sér bara ekkert að fara aftur. Óþolandi!
En, semsagt, það verður lagt í aðra Reykjarvíkurferð í næstu viku. Illu er best aflokið ;o)
P.S Fór semsagt ekki á mótið á Svínavatni vegna heilsuleysis, missti greinilega af miklu..
Anyway, hún komst að klukkan 13:00 í staðinn og það kom í ljós að hún er með of stóra nefkirtla eins og við vissum og einnig með vökva í báðum eyrum. Þannig að við verðum að fara aftur suður í næstu viku, en það verður stungið í eyrun og nefkirtlarnir teknir. Og ég hafði vit á að fá tímann skrifaðan niður af lækninum sjálfum á blað! Þetta lið fær ekki að plata mig aftur!
Kíktum í Hestagallerý, Garðar verslaði sér úlpu og eitthvað dótarí, ég keypti mér einn taum, veit ekki alveg til hvers þar sem ég er steinhætt að fara á bak. Hundarnir geta þá fengið eitthvað til að naga í það minnsta, þeir hafa verið iðnir við það síðastliðin ár allavega...
Hittum meira að segja mann í búðinni sem var gangnamaður fyrir Stórhól í gamla daga, gaman að því :o)
Kíktum svo aðeins á Stebba bróður í Húsasmiðjunni, hann var ekki búinn að sjá Valgerði þannig að það var kominn tími á það.
Varð ekkert meira um búðarráp þar sem tíminn var uppurinn, fer alltaf drjúgur tími hjá okkur í að koma okkur á milli staða í þessari blessuðu höfuðborg.
Þegar heim var komið var Ragnar Logi orðinn lasinn aftur. Kominn með 39,6°C og hundslappur. Janine var orðin veik líka þegar við vorum fyrir sunnan og ég er alltaf með helvítis ógleði inn á milli. Ég held að þessar pestir ætli sér bara ekkert að fara aftur. Óþolandi!
En, semsagt, það verður lagt í aðra Reykjarvíkurferð í næstu viku. Illu er best aflokið ;o)
P.S Fór semsagt ekki á mótið á Svínavatni vegna heilsuleysis, missti greinilega af miklu..
föstudagur, mars 09, 2007
Það hlaut að koma að því
Já, veturinn er víst kominn, enda ekki seinna vænna ef hann ætlar að koma á annað borð ;o)
Búið að hrúga niður snjó í alla nótt, manni líður hálfpartinn eins og Ástrala að sjá snjó í fyrsta sinn! Mér finnst þetta nú öllu skárra og hreinlega en auð jörð, og þar sem mér leiðast skúringar óskaplega er þetta vel þegin ofankoma...
Valgerður er komin með alveg hreint ógeðslegan hósta. Ég vona að doksi geti gefið mér einhverja töfralausn á þessu, ég þoli hreinlega ekki þegar svona lítil börn veikjast. Hún er samt spræk og hitalaus eins og er í það minnsta, það er bara hóstinn sem er svona slæmur.
Ætla að reyna að komast á danssýninguna í skólanum í dag, hlakka mikið til að sjá Ragnar Loga tjútta á dansgólfinu ;o)
Ég var að skoða skráningarnar á mótið á Svínavatni, það eru víst komnar 170 skráningar! Vá! Væri rosalega gaman að fara að horfa, sé til hvernig veðrið verður á morgun og hvernig dömurnar mínar verða í veikindunum. Orðið mjööööööööööög langt síðan ég hef farið á mót, svo langt síðan að ég man ekki hvaða mót það var. Greinilegt að fertugsaldurinn er að bresta á eftir nokkra daga, hvernig verð ég þá þegar ég skríð í fimmtugsaldurinn?!
Annars er eitt og annað í bígerð hér í kotinu, sem ég mun að sjálfsögðu tilkynna mínum dyggu lesendum (þessum heilu 3) um leið og ég get. Segi ekki meir í bili, þar sem að ég veit í raun ekki alveg hvernig þetta fer eða hvort af þessu verði. Mjög skiljanlegt hjá mér eða þannig er það ekki? Við Garðar höfum of mikinn tíma til að spá og spekúlera þessa dagana, þetta getur ekki endað öðruvísi en með ósköpum held ég!
Búið að hrúga niður snjó í alla nótt, manni líður hálfpartinn eins og Ástrala að sjá snjó í fyrsta sinn! Mér finnst þetta nú öllu skárra og hreinlega en auð jörð, og þar sem mér leiðast skúringar óskaplega er þetta vel þegin ofankoma...
Valgerður er komin með alveg hreint ógeðslegan hósta. Ég vona að doksi geti gefið mér einhverja töfralausn á þessu, ég þoli hreinlega ekki þegar svona lítil börn veikjast. Hún er samt spræk og hitalaus eins og er í það minnsta, það er bara hóstinn sem er svona slæmur.
Ætla að reyna að komast á danssýninguna í skólanum í dag, hlakka mikið til að sjá Ragnar Loga tjútta á dansgólfinu ;o)
Ég var að skoða skráningarnar á mótið á Svínavatni, það eru víst komnar 170 skráningar! Vá! Væri rosalega gaman að fara að horfa, sé til hvernig veðrið verður á morgun og hvernig dömurnar mínar verða í veikindunum. Orðið mjööööööööööög langt síðan ég hef farið á mót, svo langt síðan að ég man ekki hvaða mót það var. Greinilegt að fertugsaldurinn er að bresta á eftir nokkra daga, hvernig verð ég þá þegar ég skríð í fimmtugsaldurinn?!
Annars er eitt og annað í bígerð hér í kotinu, sem ég mun að sjálfsögðu tilkynna mínum dyggu lesendum (þessum heilu 3) um leið og ég get. Segi ekki meir í bili, þar sem að ég veit í raun ekki alveg hvernig þetta fer eða hvort af þessu verði. Mjög skiljanlegt hjá mér eða þannig er það ekki? Við Garðar höfum of mikinn tíma til að spá og spekúlera þessa dagana, þetta getur ekki endað öðruvísi en með ósköpum held ég!
þriðjudagur, mars 06, 2007
Bloggedí blogg
Svo skelfilega langt síðan ég hef bloggað eitthvað, þannig að ég ákvað að skella inn nokkrum línum- þó svo að ég hafi í raun ekki frá neinu að segja.
Það er búið að rífa út allt heila klabbið í fjárhúsunum, bara eftir að taka garðana út úr nýju húsunum. Rífandi gangur í þessu semsagt ;o) Bjössi á Sporði er byrjaður að grafa út úr þeim, þar sem að stefnt er að því að setja allt á grindur og fínerí. Er það nú ekki skemmtilegra fyrst að þessi fjandi þurfti að koma upp hérna? Við getum eiginlega ekki hugsað okkur að hafa nýju kindurnar á taði, nú erum við orðin svo fanatísk og sjáum skrattann í hverju horni!
Talandi um nýjar kindur; það var viðtal í Ísland í dag í seinustu viku við bónda sem fékk nýtt fé síðastliðið haust. Mikið öfundaði ég hann! Ég er viss um að þegar að því kemur að við megum fá nýjar kindur, verð ég orðin svo upptjúnuð af æsingi og stressi að ég mun vafalaust falla í yfirlið þegar féð mun renna í hlað. Við erum farin að planleggja ferðir nú í haust til að skoða líflambafé...þó svo að við fáum ekki fé fyrr en haustið 2008! Um að gera að skoða það sem í boði er og rabba við bændurna, það skiptir nefnilega líka máli hvernig þeir eru. Ég vil ekkert vera að kaupa fé af einhverjum rembings körlum sem sjá ekkert nema naflann á sjálfum sér! Stefnan er sett á 400 lömb +hrúta á fyrsta árinu, vonandi sem mest hyrnt ;o) Það er þetta með handföngin sjáiði til...svo eru þessar hyrndu bara svo miklu fallegri á svipinn ;o)
Ég held að Ragnar Logi hafi fyrst í seinustu viku fattað fyrir alvöru að féð okkar væri farið. Hann fór í fjárhúsin með Garðari og sá bara ekki neitt í húsunum, hvorki kindur né milligerði eða annað! Nú er æsingurinn svo mikill í honum að þrífa, hann skefur timbrið og rífur nagla eins og vitlaus væri, svo við getum fengið kindur bara helst strax. Hann spurði mig hvort hann mætti velja sér 10 kindur þegar að því kæmi, ég sagði við hann að þá yrði hann nú heldur betur að vera duglegur og hjálpa MIKIÐ til. Þá heyrðist í honum: "Jæja, ég verð þá bara að láta tvær duga..."
Tamingar hafa gengið hægt undanfarið þar sem niðurrifsstarfsemin hefur verið í forgangi. Býst við að það verði haldið áfram í þeim í næstu viku, við erum komin með hringgerði sem ég ætla að reyna að dunda í með hrossin svona þegar veður leyfir fyrir Valgerði.
Fer suður á mánudagsmorguninn með Kolbrúnu, hún er að fara í langþráða skoðun til Háls-nef-og eyrnalæknis. Vonandi verða bara nefkirtlarnir teknir úr henni sem fyrst, þetta er alveg skelfilegt hvernig hún er alla daga. Endalaust kvef og hósti, sem endar iðulega með uppköstum og tilheyrandi.
Auglýsti eftir graðfola í hryssurnar í sumar, er búin að fá slatta af tilboðum. Folar af ýmsum stærðum, gerðum og gæðum...segi ekki meir um það. Er ekki búin að gera upp hug minn ennþá, læt það bíða aðeins lengur og sé til hvort eitthvað meira muni standa til boða. Auglýsti svona í fyrra líka og þá gat ég valið úr 12 folum minnir mig! Mig langar svolítið til að fá einhvern litahest, gaman að fá fjölbreytta liti en ekki bara alltaf brúnt og rautt ;o) Svo er það nú bara þannig að það selst frekar ef það er nógu anskoti fjölskrúðugt á litinn! Að vísu var ég með gráan í fyrra, vonandi fæ ég fallega gráa hryssu í vor, hef alltaf verið veik fyrir svona blágráum hrossum.
Jæja, þetta er nú bara orðinn heljarinnar pistill -um ekki neitt ;o) Læt þetta því gott heita í bili...
Það er búið að rífa út allt heila klabbið í fjárhúsunum, bara eftir að taka garðana út úr nýju húsunum. Rífandi gangur í þessu semsagt ;o) Bjössi á Sporði er byrjaður að grafa út úr þeim, þar sem að stefnt er að því að setja allt á grindur og fínerí. Er það nú ekki skemmtilegra fyrst að þessi fjandi þurfti að koma upp hérna? Við getum eiginlega ekki hugsað okkur að hafa nýju kindurnar á taði, nú erum við orðin svo fanatísk og sjáum skrattann í hverju horni!
Talandi um nýjar kindur; það var viðtal í Ísland í dag í seinustu viku við bónda sem fékk nýtt fé síðastliðið haust. Mikið öfundaði ég hann! Ég er viss um að þegar að því kemur að við megum fá nýjar kindur, verð ég orðin svo upptjúnuð af æsingi og stressi að ég mun vafalaust falla í yfirlið þegar féð mun renna í hlað. Við erum farin að planleggja ferðir nú í haust til að skoða líflambafé...þó svo að við fáum ekki fé fyrr en haustið 2008! Um að gera að skoða það sem í boði er og rabba við bændurna, það skiptir nefnilega líka máli hvernig þeir eru. Ég vil ekkert vera að kaupa fé af einhverjum rembings körlum sem sjá ekkert nema naflann á sjálfum sér! Stefnan er sett á 400 lömb +hrúta á fyrsta árinu, vonandi sem mest hyrnt ;o) Það er þetta með handföngin sjáiði til...svo eru þessar hyrndu bara svo miklu fallegri á svipinn ;o)
Ég held að Ragnar Logi hafi fyrst í seinustu viku fattað fyrir alvöru að féð okkar væri farið. Hann fór í fjárhúsin með Garðari og sá bara ekki neitt í húsunum, hvorki kindur né milligerði eða annað! Nú er æsingurinn svo mikill í honum að þrífa, hann skefur timbrið og rífur nagla eins og vitlaus væri, svo við getum fengið kindur bara helst strax. Hann spurði mig hvort hann mætti velja sér 10 kindur þegar að því kæmi, ég sagði við hann að þá yrði hann nú heldur betur að vera duglegur og hjálpa MIKIÐ til. Þá heyrðist í honum: "Jæja, ég verð þá bara að láta tvær duga..."
Tamingar hafa gengið hægt undanfarið þar sem niðurrifsstarfsemin hefur verið í forgangi. Býst við að það verði haldið áfram í þeim í næstu viku, við erum komin með hringgerði sem ég ætla að reyna að dunda í með hrossin svona þegar veður leyfir fyrir Valgerði.
Fer suður á mánudagsmorguninn með Kolbrúnu, hún er að fara í langþráða skoðun til Háls-nef-og eyrnalæknis. Vonandi verða bara nefkirtlarnir teknir úr henni sem fyrst, þetta er alveg skelfilegt hvernig hún er alla daga. Endalaust kvef og hósti, sem endar iðulega með uppköstum og tilheyrandi.
Auglýsti eftir graðfola í hryssurnar í sumar, er búin að fá slatta af tilboðum. Folar af ýmsum stærðum, gerðum og gæðum...segi ekki meir um það. Er ekki búin að gera upp hug minn ennþá, læt það bíða aðeins lengur og sé til hvort eitthvað meira muni standa til boða. Auglýsti svona í fyrra líka og þá gat ég valið úr 12 folum minnir mig! Mig langar svolítið til að fá einhvern litahest, gaman að fá fjölbreytta liti en ekki bara alltaf brúnt og rautt ;o) Svo er það nú bara þannig að það selst frekar ef það er nógu anskoti fjölskrúðugt á litinn! Að vísu var ég með gráan í fyrra, vonandi fæ ég fallega gráa hryssu í vor, hef alltaf verið veik fyrir svona blágráum hrossum.
Jæja, þetta er nú bara orðinn heljarinnar pistill -um ekki neitt ;o) Læt þetta því gott heita í bili...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)