föstudagur, desember 01, 2006

Jóla jóla!!

Búin að setja upp inniseríurnar...vííííí!!! Það er svo gaman að hafa jólaljós. Búin að fjárfesta í nýrri útiseríu, nú er bara að bíða eftir því að rokið hætti, þá verður Gassinn rekinn upp í stiga til að hengja upp ;o)
Annars ekkert að frétta, fjárhúsin klár og búið að taka féð inn. Rúningur hafinn, mamma skilur ekkert í þessu; ef það er ekki verið að moka og keyra skít á þessum bæ er verið að rýja...(eða það finnst henni allavega!).
Stefnan sett á Reykjavíkina um næstu helgi; mamma, ég og krakkarnir förum og bruðlum alveg ógurlega ;o) Svo ætlum við Garðar að reyna að fara bara tvö ein einhvern tímann fyrir jólin. Þeas. ef barnið ákveður ekki að koma í heiminn áður....