föstudagur, október 13, 2006

Stóðréttirnar búnar...

og það er ekki hægt að segja að heimtur séu góðar. Okkur vantar eitt folald og 3. vetra mertryppi, og eitt folald var ekkert nema skinn og bein og við máttum lóga því þegar heim var komið. Alveg hreint ótrúleg afföll á einum bæ finnst mér nú. Ég var nú að tala um að það þyrfti að fara að fækka í stóðinu, en þetta var nú ekki alveg það sem ég vildi!

Annars gekk helgin vel fyrir sig, Gummi Sveins, Hanni og Hilmar voru hérna og sötruðu ýmsar veigar með húsbóndanum. Bara fínasta helgi....fyrir utan hrossamissinn að sjálfsögðu.
Nenntum ekki á ballið, verður bara tekið betur á því að ári liðnu ;o)

Ómskoðunin kom vel út, Anna Magga var ein við þetta og gekk barasta alveg ljómandi. Bakvöðvinn að mælast talsvert betur en verið hefur svona yfir heildina og lærin að potast upp á við líka. Svo sem ekki sami ráðunautur sem skoðar og í fyrra, en allavega lýgur tækið ekki ;o)
Allt í gúddí semsagt. Svo fer restin af lömbunum í slagteríið á mánudaginn, þannig að það verður smalað fram og til baka alla helgina. Janine skilur ekkert í þessu, alltaf verið að smala sama landið aftur og aftur og aftur....

Kolbrún er byrjuð í leikskólanum í Víðihlíð, er 3 daga í viku sem mér finnst alveg nóg. Gott fyrir hana að komast aðeins að hitta aðra krakka og mannast svolítið. Hún er nefnilega svolítið mikið mömmubarn ;o) Sem mér finnst reyndar bara voðalega notalegt...gott að vera einhvers metinn ekki satt? ;o)

Hallfríður mín, ég tjatta við þig um hrúta og lambaskoðanir á MSN-inu næst þegar ég sé að þú ert "á línunni" ;o)