
Náði einni mynd af því á harðahlaupum á eftir Húfu, það er fallega rauðjarpskjótt sem ég er mjög ánægð með, því Jarpskjóna kom nefnilega með dökkjarpskjótt.
Jæja, læt þetta duga í þetta skiptið, nóg komið í bili ;o)

Náði einni mynd af því á harðahlaupum á eftir Húfu, það er fallega rauðjarpskjótt sem ég er mjög ánægð með, því Jarpskjóna kom nefnilega með dökkjarpskjótt.
Og já, enn eitt folaldið komið; jarpskjótt hryssa sem að við erum að hugsa um að gefa Valgerði Emmu. Er það ekki kjörið að gefa henni það í 5 mánaða afmælisgjöf? ;o)Enda þetta á mynd af prinsessunni sem er semsagt 5 mánaða í dag..

Þegar ég fór á fætur rúmlega 7 í morgun var allt hvítt. Um hálf 9 var allur snjórinn sem betur fer farinn, það er huggun að hann er allavega fljótur að hverfa aftur! 
Kvika var svo nýköstuð þegar ég kíkti upp eftir í morgun, það er svartur hestur- sem verður væntanlega grár þá. Hún valdi sér nú ekki besta staðinn, greyið folaldið lá úti í mýri og skalf úr kulda. Ég stuggaði við því og Kvika hljóp á braut með folaldið á eftir sér.
Annars verð ég að fá að monta mig af því hvað merarnar eru vel fóðraðar hjá Garðari. Já, maður verður nú að reyna að finna eitthvað til að monta sig útaf, það er ekki mikið til skiptana í þeim efnum ;o) Það er enginn munur á þeim fyrir eða eftir köstun. Enda hefur svo sem ekki verið sparað í þau þar sem allt snýst um að koma heyjunum út hið snarasta.
Skessa td. sem er hérna á mynd fyrir neðan hefur oft verið frekar erfið í holdum á vorin, hún er yfirleitt svo stygg og erfið þegar hún er með folaldi. Núna gæti hún allt eins átt eftir að kasta einu folaldi í viðbót ;o)
Mig grunar nú að við eigum eftir að fá þetta góða atlæti í hausinn þegar við fáum fé aftur, þá verða þau að sætta sig við að fá ekki eins ríflega gjöf og núna og vafalaust verður fýlusvipur á einhverju þeirra þá! Sjaldan launar kálfurinn ofeldið eins og ég hef sagt áður...
Þota er þessi brúna á myndinni en það er þessi dökkjarpa sem á það. Folaldið saug og saug Þotu en auðvitað var sá dropi ansi þunnur.
Liturinn á folaldinu....hmmm...best að segja minnst um hann, Hallfríður rekur hann ofan í mig öfugan og því best að láta ykkur dæma litinn sjálf. Reyndar finnst mér persónulega folaldið vera bara brúnt en samt kannski dökkjarpt, sem verður svo kannski grátt ;o)







Eins og þið sjáið er veðrið ekki til að hrópa húrra fyrir, kengur í litla greyinu. Það er samt vel sprækt og Dama passar sig á að vera í skjólinu við réttina. Að vísu rauk hún af stað þegar ég mætti á svæðið, alltaf stygg þegar hún er nýköstuð. Þannig að ég var fljót að láta mig hverfa eftir að hafa náð nokkrum misgóðum myndum, reyni að ná betri myndum seinna þegar veðrið er aðeins betra..
Annars er ekkert að frétta, er að fara að gera mig klára í júróvision gláp- er ekkert voðalega bjartsýn á að við komumst áfram...en það er aldrei að vita. Svo fer sem fer eða eitthvað álíka. Eiríkur er náttúrulega langflottastur, ég veit bara ekki alveg hvort aðrir Evrópubúar viti það?
