mánudagur, apríl 03, 2006

Skaðvaldurinn


Ákvað að skella inn mynd af honum Tarzan, en hann er búinn að vera mér til mikils ama síðustu daga.
Eins og ég sagði í seinustu færslu, að þá hef ég staðið í miklu hekli dag eftir dag. Því miður er Tarzan alveg jafn spenntur yfir þessu, ég hef ekki undan að elta hann með garnhnyklana sem hann stelur frá mér um leið og ég dreg þá upp.
Fyrst tók hann bara þann rauða. Ef ykkur finnst Skvísa úfin og asnaleg að þá er hún EKKERT miðað við hnykilinn eins og hann lítur út í dag.
Þá tók ég mig til og faldi garnið í VEL lokuðum poka uppi á hillu. Svo fór ég út og þegar inn var komið að nýju lá pokinn sundurtættur á eldhúsgólfinu og hnyklarnir 3 horfnir undir sófann. Og þeir litu allir út eins og Skvísa.
Ég skal viðurkenna að ég var anskoti reið.
Ég náði ekki mynd af Bangsa, hann vissi greinilega að Tarzan var að gera einhver skammarstrik og faldi sig inni á klósetti meðan á myndatökunni stóð....

Engin ummæli: