miðvikudagur, apríl 12, 2006

Páskar!

Jibbbbbííí! Ég er komin í páskafrí og er alveg með eindæmum fegin! Reyndar á ég heldur ekki eftir nema tvær vaktir og þá er ég komin í sumarfrí, eða réttara sagt sauðburðarfrí. Skiptir ekki máli hvað það kallast, ég verð allavega heima hjá mér og því er ég fegin :o)
Var að vinna í dag og það var alveg svakalega mikið að gera, lappirnar á mér eru mauksoðnar alveg. Það virðist vera algjört möst þessa dagana að hafa öll rúm í notkun á stofnuninni, sem er svo sem ágætt EF það er nóg starfsfólk á vakt......sem er ekki alltaf!

Svo er bara stefnt á að slappa af alla páskana, borða góðan mat og nammi og góna á imbann með börnunum. Getur ekki verið betra :o)

Gleðilega páska þið fáu hræður sem lesið þetta og hafið það gott yfir hátíðina.

Engin ummæli: