mánudagur, apríl 17, 2006

Páskalömb!


Þegar Garðar kom í fjárhúsin í gærmorgun (páskadag) voru komin 2 lítil lömb í heiminn. Alltaf gaman að fá svona páskaglaðning ;o)
Svo eftir hádegi bar önnur kind tveimur lömbum- það er bara rífandi gangur í þessu! Sú kind átti reyndar ekki að vera til lengur, en eitthvað hefur það misfarist hjá okkur að senda hana til himnaríkis blessunina. Það er vonandi að hún tóri eitthvað áfram, ég nenni ekki að vera með heimalninga strax!

Engin ummæli: