þriðjudagur, apríl 11, 2006

Mjá

Ég horfði á Idolið á föstudagskvöldið..........og svei mér þá ég var alveg himinlifandi að Snorri skyldi vinna þetta eftir allt saman. Ína var bara ekki nærri því eins góð og Snorri og hann er vel að titlinum kominn. Samt er ég búin að halda með Ínu alla keppnina, svona getur þetta breyst!

Kolbrún var veik um helgina, hundslöpp alveg hreint. Er samt öll að koma til núna, orðin alveg jafn óþekk og hún var -eða svona eins og 1 og 1/2 árs gamalt barn getur verið! Bara sæt :o) Fínu krullurnar hennar haldast alveg, ég þori ekki fyrir mitt litla líf að klippa hana (nema rétt toppinn) því ég er svo hrædd um að krullurnar fari! Mamma myndi líka stúta mér ef ég myndi gera það.
Ragnar Logi sleppur alveg við allar pestir, ég held að Kolbrún sé nú kannski veikari fyrir því að það er jú ekkert svo langt síðan hún fór í leikskóla í fyrsta skipti. Ef ekki eru veikindi á leikskólum - þá eru hvergi veikindi held ég.

Heyrðu, já það bættust fleiri kisur við á kotinu, auðvitað þurfti kisuskömmin mín að spýta út 3 kettlingum á föstudaginn var. Ég segi nú bara guði sé lof að það komu þó EKKI NEMA 3!!! Ég bjóst við 10.
Bráðum verða fleiri kettir á Stórhól heldur en kindur með þessu áframhaldi :o(
Ég verð að fara að hafa sér kattar-blogg held ég, allt sem ég orðið skrifa hérna inn snýst um ketti!

Ég þarf svo heldur betur að fara að hella mér út í smíðarnar, nú þegar við erum komin á viðbúnaðarstig 2. í fuglaflensunni. Ég verð að útbúa heilmikið búr fyrir hænurnar mínar og endurnar ef ég ætla mér að láta þær lifa og leyfa þeim eitthvað út í sumar. Ekki seinna vænna að fara að hefja smíðarnar, Garðar sá tvær álftir í Reyðarlæknum í seinustu viku- öruggulega alveg baneitraðar.

Engin ummæli: