föstudagur, mars 31, 2006

Komin helgi einu sinni enn, mars er búinn að líða svo hratt finnst mér.
Ég fór á Krókinn á miðvikudaginn, mamma vildi endilega fá guttann lánaðann um helgina en það átti að vera svo leiðinleg færð að þau treystu sér ekki til að keyra hingað. Þannig að hetjan ég brunaði bara á stað....það var reyndar autt eiginlega alla leiðina ;o) En ég er samt hetja sko....
Það var mót í reiðhöllinni, ég nennti ekki að horfa á allt þannig að ég kom bara þegar skeiðið byrjaði og fylgdist með því. Spói lá hvorugan sprettinn hjá pabba, ég held að hann hafi vitað að ég væri að fylgjast með því hann liggur yfirleitt ekki þegar ég er að horfa ;o) Ég er best geymd heima.
Fór á danska daga í Skaffó, þeir voru satt best að segja ekki merkilegir. Bara venjulega draslið sem þeir selja alla daga á "einstöku" tilboði.
Svo verður maður náttúrulega að fylgjast með Idolinu í kvöld, ég held að Ína taki þetta. Að vísu finnst mér hún hálf freðýsuleg þegar Simmi og Jói eru að tala við hana, virðist ekkert geta sagt neitt greyið stúlkan nema já og nei. En hún getur sungið, hún má eiga það ;o)

Ég er byrjuð að hekla aftur, búin að vera heila eilífð að hekla mér svona inniskó. Búið að kosta mig blóð, svita og tár. En... mér tókst að klára annan skóinn í gærkvöldi....og auðvitað er hann allt of stór. Ég verð að setja stuffing inn í hann ef hann á að haldast á mér. Svo á ég aldrei eftir að geta gert annan alveg eins. Skil ekki hvernig mér datt þetta í hug. Ég hugsa að Garðar fái bara að ganga í þeim, þeir eru líklega temmilegir á hann...

Engin ummæli: