Við skelltum okkur suður á sumardaginn fyrsta, en við vorum að ná í þýska stelpu sem ætlaði að vera hjá okkur í 5 vikur. Nýttum ferðina og fórum með gleraugun hans Ragnars og pöntuðum ný, ég ætlaði líka að kaupa mér þurrkara í ferðinni en mér leist svo andskoti illa á þennan sem ég skoðaði að ég hætti við það. Sem var eins gott því að það hefði ekki komist eitt smjörstykki í viðbót inn í bílinn eftir að við vorum búin að láta greipar sópa í Bónus ;o)
Nú, stelpugreyið þýska entist ekki nema 2 daga hjá okkur...
Það vildi nefnilega svo skemmtilega til að hún er með ofnæmi fyrir köttum, hún bara rétt sí svona gleymdi að minnast á það þegar hún sóttist eftir að koma til okkar. Og eins og staðan er í dag eru 7 kettir á kotinu. Ég, sem er svo glær í öllu svona datt ekki einu sinni í hug að spyrja að því, þar sem hún jú vildi komast á sveitabæ með mörgum dýrum á!
Þannig að hún er núna komin í sveit á Vatnshorni, við skulum bara vona að það eigi eftir að blessast og að engir kettir fari að kíkja í heimsókn til þeirra næstu 5 vikurnar...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli