mánudagur, apríl 02, 2007

Afmælisgjöfin




Já, "afmælisgjöfin mín" frá Garðari kom í gærkvöldi:


Á ég að þora út hérna?!



Þetta er semsagt hann Trítill minn. Ég keypti hann nú reyndar sjálf og sá alfarið um allt sem því fylgdi , en svo að Garðari líði nú betur kallast hann semsagt afmælisgjöfin mín. Það verður að réttlæta vitleysuna í mér á einn eða annan hátt ;o)


Víðir náði í hann fyrir okkur þar sem hann þurfti að fara suður með Lindu í flug, þetta var ansi langt ferðalag og ég er ekki frá því að það hefði verið mun ódýrara að senda hann með flutningabíl hingað. Við vitum það allavega fyrir næsta hross sem við kaupum ;o)

Víðir kom ekki fyrr en um 10 leytið í gærkvöldi , þannig að við gáfum honum hey í kerruna og létum hann svo út í morgun - vildum ekki vera að henda honum út í myrkrið í gær. Hann var nú hálf eitthvað sljór greyið, og kannski alveg skiljanlegt eftir allt þetta ferðalag.



Flottastur ;o)

Ég "fékk hann í afmælisgjöf" út á litinn, hann er jarpblesóttur, leistóttur og hringeygður; með þessi líka fallegu bláu augu. Eða mér finnst það fallegt...ekki viss um að allir séu sammála mér með það! Svo er hann bara ansi huggulegur undir sjálfum sér skal ég segja ykkur, veður áfram á skrefmiklu brokki en mér sýnist hann nú ekki vera ganglaus þrátt fyrir það. Kemur betur í ljós seinna!

Nú er ég bara að reyna að sannfæra eiginmann minn um að fá að hafa "afmælisgjöfina" graða áfram, þó ekki væri nema 1-2 ár. Garðar er, vægt til orða tekið, ekki mjög spenntur fyrir því að hafa graðhest í okkar eigu. Þetta er nú meiri þvermóðskan alltaf.

Þannig að nú er um að gera fyrir ALLA að segja Garðari hversu óskaplega sniðugt það væri að hafa hann graðan -þó ekki nema fyrir litinn. Þá endar með því að hann stingur upp á því sjálfur og þykist vera ógurlega sniðugur. Látið mig vita það, ég þekki hann ;o)



5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar :)
Þetta er nú bara hin huggulegasta afmælisgjöf :) Hann er voða flottur svona á mynd allavega ;)
Þá kanski nýtist eitthvað af þessu hestadóti er ég kom með frá systir minni ;)
Jæja við sjáumst vonandi sem fyrst :)
kv úr blíðunni ;o)
Eva

Hallfríður Ósk sagði...

skoooooo. Vildi gjarnan aðstoða þig með að sannfæra Garðar en verð að viðurkenna að ég á afar bágt með að að hrósa þessum lit upp úr öllu valdi. Reyndar allt í lagi með jarpt, og líka blesótt og leistótt en það eru þessi augu......
Finnst alltaf hálf "creepy" svona hringeygð hross.
En til hamingju með afmælisgjöfina, er alveg á því að það er bráðnauðsynlegt að gefa sjálfum sér afmælisgjöf líka.
Mættir samt alveg koma með fleiri upplýsingar, s.s. aldur og ætterni ásamt myndum þar sem sést fleira en hausinn

Nafnlaus sagði...

Skoooo. Hann er frá Lágafelli, bæði í föðurætt og móður. Því miður gat ég ekki sett inn betri mynd af honum þar sem ég var föst í drullupytt og náði ekki að elta hann með myndavélina. Á eina eða tvær myndir af afturendanum á honum, mér fannst þær ekki mjög spennandi...
Ég skal bara fara og reyna að ná betri mynd af honum Hallfríður mín, og þá sérstaklega af augunum -bara fyrir þig;) Annars er ég með mynd af honum á msninu hjá mér ef þú vilt sjá hann nánar ;)
Við erum farin að nota flest allt dótið Eva, gefðu systur þinni feitan koss frá okkur :)

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þið ættuð að hafa hann graðan svo ég geti komið með skjónu mína undir hann, mig langar nebblega svo ægilega í jarpskjótt eða blesótt eða eitthvað svoleiðis

Maríanna sagði...

Sko þig Sigga, vissi að ég gæti treyst á þig ;)Ég er sannfærð um að þú fengir eitthvað flott þar sem hann er undan litskrúðugum hrossum í báðar ættir. Við verðum vígalegar í göngunum eftir nokkur ár ;)