Við fórum á sýninguna Tekið til kostanna í gærkvöldi. Verð að segja að ég var fyrir vonbrigðum með sýninguna í heild sinni, engin almennileg stemmning náðist upp og ekkert hross sem virkilega greip mig. Dívurnar voru flottar sem og Kraftur frá Bringu og Punktur frá Varmalæk; Geisla frá Sælukoti misstum við af, þar sem að Valgerður var orðin brjáluð hjá mömmu og við urðum að láta okkur hverfa. Asninn ég hafði ekki einu sinni prófað að gefa henni pela áður, og ég var sannfærð um að það yrði lítið mál þar sem hin börnin tóku við honum eins og skot. En það var öðru nær, hún vildi ekki sjá þetta peladót ;o)
Ég reyndi með minni flass-lausu myndavél að taka einhverjar nothæfar myndir, en þær urðu af skornum skammti. Tók ótal myndir af Dívunum en það var svo mikil ferð á kellunum að það var andskotanum ómögulegt að ná góðri mynd af hópnum!
En út í aðra sálma. Hún Vaka virðist ætla að vera í lagi....allavega er hún lifandi enn ;o) Hvort hún verður til gagns ætla ég ekkert að segja um, það verður bara að koma í ljós. Ætlaði að taka mynd af henni, en enn og aftur var flassleysið að angra mig. Tók bara mynd af Krissa í staðinn, ósköp lítill en sykursætur. Svona eins og Jógvan, er það ekki Hallfríður?
Myndin af honum er ekkert sérstaklega góð, já helvítis flassið enn og aftur!
Fyrst ég var komin af stað með myndavélina, fór ég og tók myndir af folöldunum og stóðinu öllu.
Að vísu eru myndirnar varla hæfar á netið vegna þess hve drullan er ógurlega mikil en þið verðið bara að reyna að horfa framhjá því ;o) Alveg skelfilegt hvað allt veðst upp þar sem hrossunum er gefið.
Þessi brúna er hryssa undan Hrapp frá Sauðárkróki. Hún er frekar ófríð greyið, en afskaplega skemmtilegur gangur í henni.
Þessi bleikstjörnótta er undan Vita frá Miðsitju. Ég þarf endilega að reyna að ná henni af Garðari, það er eitthvað við hana sem mér líkar alveg óskaplega vel við.
Þessi móskjótti er undan Hrappi líka, fyrsta folaldið sem Garðar setur á sjálfur undan Húfu síðan við komum hingað, höfum alltaf selt folöldin undan henni. Reyndar gáfum við pabba eitt undan henni, ágætis reiðhestur sá klár.
Þessi bleikálótti risi hér til hliðar var seldur í réttunum í haust, en kaupandinn virðist hafa gleymt því og þess vegna ætlum við bara að eiga hann sjálf. Mér sýnist að hann ætti að geta borið mann og annan eftir einhver ár miðað við stærðina á honum núna.
Set ekki fleiri myndir inn í þessari lotu, bæti kannski við fleirum þegar umhverfið verður orðið skárra en á þessum myndum!
3 ummæli:
Mér finnst Krissi nú eiginlega sætari en Jógvan...
Hann virkar nú alveg ljómandi fallegur þessi bleikálótti risi! Og ég er reyndar búin að heyra úr fleiri áttum að sýningin á Króknum hafi ekki verið svo sérstök þetta árið
Merkilegt nokk er ég sammála Sigríði núna. Málið er að ungviði er og á að vera sykursætt. Fullorðnum fer það aftur á móti ekki eins vel....
Gæti trúað að þessi brúna verði töff þó þú segir að hún sé ófríð, einhvern veginn þannig upplit á henni. Ekki get ég tjáð mig um sýninguna, ef ég hefði verið þar hefði ég samt eflaust sagt að hún hefði verið flott og góð stemming, svo lengi sem það hafa verið hross á henni
mvh
Haha...hélt að þið systur væruð alltaf sammála ;) En það er rétt hjá þér, ungviðinu fer það betur að vera sykursætt, er Jógvan ekki bara barn ennþá?
Skrifa ummæli