miðvikudagur, apríl 25, 2007

Myndasíða

Ég er búin að setja nokkrar myndir inn á myndasíðuna mína, ég verð kannski ekkert voðalega dugleg við að setja inn, þar sem það tekur óratíma að hlaða þeim inn. Verk fyrir mjög þolinmótt fólk.......nú, já eða þá sem hafa almennilega nettengingu!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ægilega fínar myndir! En hvernig væri nú að við sveitafólkið færum að suða í sveitarstjórninni um svona þráðlaust net eins og þeir eru að koma upp í Austursýslunni? Ekki sanngjarnt að fólki finnist algjörlega sjálfsagt að svona háhraðatengingar séu bara í þéttbýli!

Maríanna sagði...

Er það ekki svo glatað þetta þráðlausa net þeirra? Eitthvað hef ég heyrt það :(
Já, löngu tímabært að fá almennilega tengingu hérna!

Hallfríður Ósk sagði...

já ég held það sé betra að fá góðar upplýsingar um hvernig þetta virkar hjá þeim fyrst. Mín reynsla af þráðlausu neti er sú að það er gott þegar það virkar. S.s. þegar það er ekki of hvasst eða mikil rigning eða stórstreymt eða eitthvað. Æ alla vega ekki nógu stabílt fyrir minn smekk. Betra að vera með hæga tengingu sem er í lagi en hraðvirka sem er oft og iðulega í ólagi, það er fátt meira pirrandi

Nafnlaus sagði...

Æ ég veit nú ekki hvort er verra, mér finnst þetta alveg mjög pirrandi eins og það er! Svo eru til fleiri en eitt fyrirtæki með svona þráðlaust kerfi er það ekki?

Nafnlaus sagði...

Sammále þér Hallfríður; ég vil frekar vera með mína hægu, en öruggu tengingu heldur en hraða og vonda! Þá fyrst yrði ég vitlaus!