Svona lítur þetta út í dag hjá mömmu og pabba, húsið þeirra er hvíta húsið til vinstri á myndinni.
Þau búa (sem betur fer) á efri hæðinni.
Hérna er svo mynd sem pabbi sendi mér í dag:
Þarna sjáum við vatnsstrauminn niður tröppurnar hjá þeim, ekki mjög kræsilegt!
Það var lán í óláni að mamma var í heimsókn hjá okkur um helgina, þannig að bíllinn hennar slapp í það minnsta. Hún brunaði hins vegar heim áðan þar sem hún vildi að sjálfsögðu ekki missa af öllu fjörinu! Henni hreint elskar svona vesen ;o) Tók Kolbrúnu með sér, henni leiðist nú ekki að komast í smá drullu! Ég ætla allavega ekki að kvarta meira undan drullunni hérna úti hjá mér, sem er ekkert í líkingu við þetta!
sunnudagur, apríl 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Heyrðu af hverju gerið þið hjónakornin ykkur ekki glaðan dag og skellið ykkur á skeifudag á Hvanneyri á laugardaginn næsta?
Skrifa ummæli