þriðjudagur, mars 27, 2007

Kastljós

Ég var að horfa á Kastljósið í kvöld, þar var verið að fylgja fíkniefnalögreglunni eftir í blessaðri Reykjarvíkinni og fylgst var með þegar þeir voru að bösta dópistana. Svo var farið á einhvern skemmtistað þar sem allir voru víst meira eða minna útúrdópaðir og einn lögreglumaðurinn sagði eitthvað á þessa leið: "Þegar ég lít yfir hópinn, þá get ég pikkað út alla sem eru á e-trippi. Það er eins og þessir aðilar æpi á mig." Ekki myndi ég þekkja úr manneskju sem væri búin að fá sér e pillu, ekki einu sinni þótt ég fengi mjög skýran og ítarlegan leiðarvísi um e pillu einkenni!
En þetta var skrýtið.
Þetta er nefnilega alveg eins og mér leið þegar við fundum riðuveiku kindurnar. Það var eins og þær æptu á mig úr 550 kinda hjörðinni.
Held að ég eigi alltaf eftir að geta pikkað út svona kindur líkt og löggan gat þefað uppi e liðið, vona bara að ég þurfi ekki að gera það aftur. Og það er ég viss um að þeir yrðu líka guðslifandi fegnir ef þeir þyrftu ekki lengur að pikka út e pillu notendur. Það er bara vonandi að ósk mín rætist, bæði fyrir mig og þá ;o)

Engin ummæli: