Hér sjáið þið mynd af stórtamningarmanninum Garðari á henni Eldingu, sem Ragnar Logi á. Ekki seinna vænna að fara að temja hana þar sem hún verður víst 7.vetra í vor. Betra seint en aldrei er það ekki?
Garðar er búinn að vera með 8 af hrossunum á Blönduós þessa viku, öll komin á járn og hann er farinn að ríða öllum (nema einu reyndar) út um hvippinn og hvappinn. Það er svo mikill munur að ríða út með einhverjum öðrum og geta elt á tamningarhrossunum. Þetta eina sem hann er ekki farinn að ríða á úti er hryssan mín undan Kalman, hún er svo leiðinleg í beisli að það er ekki hægt að tjónka neitt við hana. Svo er hún klárgengari en andskotinn og það er víst ekkert gaman að eiga við hana svona úti við. Þannig að henni er bara riðið í hringgerði og unnið með hana þar. Þetta kemur allt saman á endanum vonandi.
Ég er búin að vera með ónót í mér alla þessa viku.
Þá er ég ekki að meina einhverja pest, heldur líður mér eins og eitthvað sé að fara að koma fyrir. Eitthvað vesen. Garðar er líka búinn að vera svona, það er vonandi að þetta sé bara einhver fyrirtíðarspenna í okkur báðum ;o) Skrýtið þegar eitthvað leggst svona á mann og maður veit ekkert út af hverju. Kannski fer að bresta á fyrsta almennilega hríð vetrarins, ég veit ekki!
Jæja, Valgerður farin að góla á mig, læt þetta duga í bili...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Sælar. Máski voru þessi ónot þess efnis að hér er allt á kafi í snjó ! vonum það allavega ;) Vildi bara þakka fyrir okkur þetta var allveg geggjað kvöld hjá ykkur :)
Jæja biðjum að heilsa í bæin þökkum allar rjómaterturnar og veitingarnar :)
kv Eva á KAFI í snjó og ekki sátt við það :(
Já þær klikka ekki rjómaterturnar mínar ;)
Já, líklega(og vonandi) var það bara "vonda" veðrið sem gerði mig svona skrítna...ætli ég geti fengið að vera með Dalvíkurliðinu í veðurspánum þeirra?
Þetta er risastórt hross alveg. Eða er Garðar bara minni en mig minnti. Hann er virðist alla vega vera á stærð við meðalhobbita á þessari mynd:)
kveðja frá Hallfríði sem langar svooooo mikið á hestbak!!
Tja...Garðar er náttúrulega algjör tittur, en reyndar er þessi hryssa ríflega á við meðalhross að stærð. Enda vel alin og þurft að hafa lítið fyrir hlutunum í nærri 7 ár ;o)
Skrifa ummæli