er að gera eitthvað sem tengist bókhaldi. Fæ nettan hroll þegar ég hugsa til þess að það fer að styttast í skil á skattframtalinu.
Hafði það af að koma öllum nótum og greiðsluseðlum á vísan stað í dag, ætla alltaf að gera þetta jafnóðum en einhvern veginn fer það alltaf svo að ég safna þessu bara í stóran haug sem þarf svo að fara í gegnum þegar kominn er tími á skil á virðisaukaskattinum. Það er semsagt að styttast í skil...
Þið skulið ekki halda að ég hafi komið mér í þetta verk að ástæðulausu !
Fann annars "skemmtilegan" reikning (er eitthvað slíkt til?!) sem ég hafði borgað; fyrir tæmingu á rótþrónni. 7.000 kr. greiddar fyrir þetta verk....og það skemmtilega er að rotþróin stendur ennþá í portinu hjá Húnaþingi vestra. Búin að vera þar líklega í um 2 ár. Það er nú meira hvað þetta lið hjá bænum getur skitið.
Bakaði bollur í gær í tilefni bolludagsins í dag, var hófleg í bakstrinum í ár. Hef stundum gert óheyrilega mikið magn af bollum og í staðinn fengið algjört ógeð á rjóma og glassúr í laaaangan tíma. Allt er víst gott í hófi...
Verð að segja að ég er ánægð með að Eiríkur Hauksson skyldi hreppa sigurinn í Evróvisíon-undankeppninni. Fínt lag, ekkert viss um að það geri neinar rosalegar rósir í keppninni í Finnlandi- en það verður okkur allavega til ekki skammar heldur. Hann er bara svo æðislegur kallinn, ég fer alltaf að hugsa um Lion Bar þegar ég sé hann... Urrandi flottur ;o)
Jæja, styttist í að ég þurfi að ná í Kolbrúnu í leikskólann, best að hætta þessu bulli í bili.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sælar :o) Ég er nú svona varla að trúa þessu með bókhaldið :/ já og hvað þá með bollurnar ;)
Það er alltaf gott að borga eitthvað og fá það seint eða jafnvel aldrei. Við eigum nefninlega svo MIKIÐ af peningum að við vitum ekkert hvað við eigum að gera við þá :) er það ekki annars :) Jæja þá fer að styttast í heimsóknina góðu í sveitina til ykkar :) Langar að biðja ykkur að um halda kyrru fyrir og vera vinsamlegast heima :) Það er nú ekki svo oft sem að við hittumst sjáðu til Maríanna mín. Jæja best að hætta þessu sulli og fara að gera eitthvað af viti ef að það kallast að viti að læra að þá já er ég að fara í að það ;) heyrumst síðar
biðjum að heilsa í þitt annars yndisfagra kot :)
kv Eva
Skrifa ummæli