föstudagur, febrúar 09, 2007

090207

Frábært veður í dag, glampandi sól og logn. Að vísu fjandanum kaldara; -12°C en æðislegt engu að síður. Náðum í stóðið í dag sem var fyrir sunnan veg og settum það í hólfið hérna norðan við bæinn, erum nefnilega að fá hross í hagagöngu og ætlum að hafa þau ein í stóra hólfinu. Okkar merar eru nefnilega soddan frekjur að það er ekki hægt að bjóða ókunnugum hrossum upp á svoleiðis ;o) Ég ætla að reyna að komast kannski út í dag að taka myndir af hrossunum ef tími gefst til. Hef ekki farið og kíkt á hestana mína í ansi langan tíma, ég ætti nú bara að skammast mín það er svo langt síðan!

Gervihnattadiskurinn minn er kominn á vísan stað á strompinum, núna getum við horft á ágætis slatta af stöðvum -hver annarri vitlausari. Engar klámstöðvar fyrir Gassa, en fuuullt af einhverjum tjatt stöðvum þar sem þú getur hringt í dömurnar og þær fækka fötum fyrir þig og gera ýmsar hundakúnstir. Geti ekki sagt að þetta heilli mig, væri kannski annað ef það væru einhverjar svona stöðvar með flottum karlmönnum í stað þessara kvenna :o)

Kolbrún er komin með kvef eina ferðina enn, ég þarf víst að fara með hana til HNE læknis og láta rífa úr henni nefkirtlana. Hún gengur um alla daga orðið með hor niður að hnjám, ég hef aldrei þolað svona hor-krakka. Viðbjóðslega ógeðslegt alveg hreint. Vonandi kemst ég því með hana fyrr en seinna í aðgerð, orðin hundleið á þessum snýtingum daginn út og inn.

Læt þetta duga í bili, hef ekkert að segja hvort eð er. Aðallega skylduræknin sem rak mig til þess að skrifa.
Adios amigos

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mig langar nú bara að leiðrétta það sem systir mín segir í síðustu kommentum að hún sé ekki smituð af þessari drekkaallt.... veiki sem grasserar á Hvanneyri, það var nefnilega hún sem smitaði mig af henni!!!

Maríanna sagði...

Hehe...mig grunaði það sko, var bara of pen til að vilja minnast á það...