fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Ég ætla mér alltaf að fara að taka þessa bloggsíðu í gegn, setja inn fullt af linkum og flottheitum, en eina sem ég kem mér í er að skipta um útlit á síðunni sjálfri. Gat nú ekki einu sinni munað hvar maður á að setja inn linkana á aðrar síður, þið sem það vitið megið gjarnan benda mér á það! Minnið greinilega farið að svíkja gömlu konuna.

Styttist í þrítugs afmælið mitt, mér finnst ég samt alltaf vera tvítug. Seinasti áratugur liðið ótrúlega hratt enda margt gerst á þessum árum. Reyndar eltist ég andskoti hratt fyrir rúmum mánuði síðan, mest hissa að ég skyldi ekki verða gráhærð meðan á öllu havaríinu stóð. Garðar er orðinn býsna gráhærður, enda er hann að verða 31. árs ;o)

Tamningar ganga bærilega, nú þarf bara að fara að koma gömlu klárunum inn svo það sé hægt að nota þá til að teyma og svona ýmislegt. Ekkert hægt að æða í reiðtúr á þessum tamningar tryppum, verða að hafa helst einhvern til að elta þessi grey. Garðar er farinn að ríða á þeim öllum nema tveimur, hann á einn klikkhausinn og ég á hinn. Jafnræði í þessu sko ;o)
Nonni ætlar svo að koma á morgun vonandi og járna eitthvað.

Annars eru tömdu klárarnir orðnir svo svakalega feitir að ég stórefast um að hægt verði að spenna hnakk á þá. Verðum að fá fíla-gjörð til að geta fest hnakkinn á þá held ég. Það var líklega ekkert sniðugt að láta þá hreinsa hánna á túnunum og afganginn af kálinu og rófunum ;o)


Alltaf svo þreytt!


Valgerður Emma stækkar hratt þessa dagana. Ég tek svo sem ekki mikið eftir því sjálf, fyrr en ég fer að skoða myndir af henni. Hef ekkert sett hana í vagn ennþá þar sem það hefur verið svo kalt upp á síðkastið, get ekki hugsað mér að setja hana út í gaddinn sem hefur verið. Fer nú að styttast í það þó, frostið aðeins á undanhaldi loksins. Verður gott að komast aðeins út aftur, hef gert ósköp lítið af því undanfarið :o)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar :o) Mikið ofboðslega er stúlkubarnið sérdeilis prúðilega mikið krútt ;o)
Ekkert að frétta héðann nema kanski það að hér er allt á fullu í skólanum hjá mér :/
Enn þetta fer nú vonandi lagast hehe.
Enn já Maríanna mín við eldumst bara enn yngjumst ekki. Enn það er nú bara þannig að þú verður alltaf 20 sko og ekki deginum eldri :)
Biðjum að heilsa
Kv Eva

Maríanna sagði...

Ekki spurning, ég verð ein af þessum "Doesn´t want to grow up" týpum sem maður man svo vel eftir í denn, sem ma. hengu á böllunum í Miðgarði og voru að reyna að ná sér í ferskt kjöt á diskinn...
Nó theink jú, frekar vil ég sætta mig við minn aldur og sitja heima og prjóna :þ

Hallfríður Ósk sagði...

Sko. Allt sem maður þarf að vita kemur einhvern tíman í sjónvarpinu. Maður þarf bara að passa að horfa nógu mikið á sjónvarpið til að missa ekki af því. Sem sönnun þess get ég nefnt að einu sinni heyrði ég í sjónvarpi að maður væri bara eins gamall og manni fyndist maður vera. Mér finnst ég vera 22ja ára þannig að ég er 22ja ára.

Ég setti linkana inn í templates minnir mig, í öllu óskiljanlega draslinu þarna (heitir það ekki html eða eitthvað svoleiðis). Þetta hafðist alla vega eftir langa mæðu en það má vel vera að það sé til einhver einfaldari aðferð. Ég hef mikinn tendens til að velja flóknustu leiðina:)

Hafðu það gott
Hallfríður