mánudagur, febrúar 05, 2007

Valgerður Emma


Já, hérna er mynd af henni Valgerði Emmu á skírnardaginn sinn. Það var skírt í kvöldmessu í Víðidalstungukirkju í gærkvöldi og var bara æðislega fínt. Var svo rólegt og huggulegt einhvern veginn. Að vísu tók Kolbrún smá aríu fyrir söfnuðinn en Didda í Brún reddaði því með Svala :o)

Held að allir séu nokkuð sáttir með nafnavalið, Valgerður er í höfuðið á ömmu Garðars en Emma er nú bara út í bláinn. Við vorum bæði harðákveðin í þessu nafni eftir að við sáum hana, við höfum sem betur fer ekki þurft að rífast í nafnavalinu á börnunum okkar...enn sem komið er í það minnsta. Höfum alltaf verið ótrúlega samtaka með þetta, td. með Kolbrúnu; þetta var fyrsta nafnið sem okkur báðum datt í hug! Andlega skyld-ekki spurning!

Garðar er byrjaður að temja! Já, þetta telst til tíðinda. Að sjálfsögðu eru mínir hestar bestir....en því miður líka verstir. Og sú sem átti að vera verst er nú bara langbest, enn sem komið er allavega. Spennandi að sjá hvernig þetta þróast allt saman. Víðir tók svo einn folann á Blönduós og ætlar að vera með hann í mánuð og tuska hann eitthvað til.
Folinn sem Víðir er með heitir Glymur, það er þessi brúni á myndinni. Hann er gullfallegur......en hörmulega illa markaður eins og kannski sést á myndinni! Förum ekki nánar út í það, mjög viðkvæmt mál hjá Garðari. Þessi rauðblesótti á myndinni er svo Parkersonurinn minn hann Varmi, hann er á fjórða vetur. Dauðlangar til að taka hann inn núna, það er bara ekki pláss fyrir hann eins og er. Kannski ég geti tekið hann á hús ef eitthvað verður sent til tengdó í eilífðartamningu ;o) Varmi er undan minni gömlu og góðu Von, sem er búin að fylgja mér ansi lengi. Henni var ekki haldið í sumar og fylgir henni nú hennar síðasta afkvæmi sem var sem betur fer hryssa. Á því miður bara eina aðra hryssu undan henni og hún verður vonandi tamin núna :o) Læt að lokum fylgja með mynd af gömlu hetjunni, fjúff...ég fer að verða búin með myndakvótann fyrir allt þetta ár!


7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góðann og blessaðann :o) Innilega til lukku með þetta líka sérdeilis prýðilega nafn á dömunni ;o) Þó svo að ég hafi nú vitað það í gærkveldi að þá er nú um að gera að skella kveðju á þig og þína. Takk fyrir okkur í gærkveldi enn þó svo að stoppið hefði verið stutt að þá verður það nú ekki svona stutt næst :o) Já og svo er sko ekki spurning Maríanna mín um að ég komi í sumar að mála ;) ;) ;) Jæja hafið það sem allra best heyrumst síðar og sjáumst vonandi sem allra fyrst :) Ekkert grín að hittast á árs fresti já eða rúmlega það :/ Allavega þá eruð þið ávallt velkomin í menninguna til Akureyris :) Kv Eva og Lalli

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þessi líka fínu nöfn á nýju prinsessunni.
Gangi ykkur vel!
Ása og Þráinn.

Maríanna sagði...

Takk fyrir það Ása og Þráinn, farið þið ekki að kíkja í heimsókn hvernig er það?? Við Þráinn þufum að fara að taka í spil,ég er búin að steingleyma öllu sem hann kenndi mér :s
Já Eva, við kíkjum vonandi fljótlega á ykkur, orðið langt síðan við höfum farið á Ak.

Nafnlaus sagði...

Fyrst verið er að tala um heimsóknir þá er nú ekkert voðalega langt að skreppa í heimsókn á Hvanneyri!!!

Maríanna sagði...

Iss...það er nú ekki hægt að láta sjá sig þar,ég gæti smitast af þessum undarlega "drekkaalltsemrennurogermeðalkóhólí" vírus sem virðist ma. herja á þig Sigríður mín. Eða svo segja sögurnar *hóst*....

Nafnlaus sagði...

bwahahahhahahahahahahhaha, góður Maríanna. Skil samt ekkert hvaðan þú hefur þessar upplýsingar góða mín......

Hins vegar get upplýst þig um það að sjúkdómurinn er ekki meira bráðsmitandi en svo að ég virðist bara alveg hafa sloppið þrátt fyrir margra ára búsetu á Hvanneyri. Þannig að þér er örugglega óhætt að kíkja þangað í stutta heimsókn.

mvh
Hallfríður

Maríanna sagði...

Tja ég hef bæði heyrt og séð ýmislegt væna mín, og þó þú hafir sloppið Hallfríður þá er ekki víst að ég sleppi...þekki mína veikleika sjáðu til ;)
Annars væri gaman að skella sér í heimsókn, það er bara alltaf sami höfuðverkurinn að KOMA SÉR AF STAÐ!! Þú kannast kannski við þetta syndróm...