Já, flugmiðarnir okkar komu með póstinum í dag; fyrir ykkur sem ekki vitið hvað ég er að tala um að þá erum við Garðar að fara í míni brúðkaupsferð til Sviss í sumar. Við fljúgum út 1. ágúst og komum aftur til landsins (þeas. ef við verðum ekki fuglaflensunni að bráð...) 10. sama mánaðar.
Þannig að ég segi bara Vííííííííííí!!!! Búin að bíða eftir þessari ferð í 2 ár og nú SKAL farið!
Garðari er farið að kvíða þetta ferðalag allverulega skal ég segja ykkur. Hann er viss um að verða skotinn af einhverjum terroristum, því hann er víst svo sveita-lúðalegur. Nú og ef þeir missa marks, þá mun það verða fuglaflensan sem sér um að stúta okkur. Já, hann er alltaf jafn bjartsýnn þessi elska c",)
Ég segi nú bara skítt og helvede með þessa fuglaflensu, hún getur nú alveg eins drepið mig hérna á klakanum eins og í útlandinu, því hún hlýtur hvort eð er að koma hérna í vor. Ég er farin að stórefast um að Garðar eigi nokkuð eftir að sjást í sauðburðinum, hann verður aaaallt of upptekinn af að liggja fyrir fuglunum og plaffa á þá ef þeir ætla sér að lenda hér á landareigninni...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli