mánudagur, mars 20, 2006

Helgin búin...

og hún var bara alveg ágæt. Fór í Kambshól og sá kálf fæðast, Jón var búinn að lofa að hringja í mig og láta mig vita þegar það væri von á kálfi í heiminn og auðvitað kom eitt stykki á afmælisdaginn minn c",)

Þau gömlu komu frá Króknum og voru svo elskuleg að gefa mér blómvönd í tilefni dagsins. Pabbi sagði ekki orð yfir öllum köttunum (og það er mjög óvenjulegt!), ætli mamma hafi ekki verið búin að lesa yfir honum áður en þau komu...reyndar var hann svo bara nokkuð hrifinn af þeim.
Vignir, væntanlegur stórbóndi, kíkti svo í kaffi um kvöldið og bullaði í okkur eins og honum er einum lagið. Kvöldið endaði á að horfa á hreint viðbjóðslega mynd; SAW eða eitthvað álíka hét hún. Það er nú bara ein sú allra skuggalegasta mynd sem ég hef horft á lengi! Enda fékk ég allsvakalega martöð um nóttina, ég var alveg dauðþreytt þegar ég loksins vaknaði!

Á sunnudeginum komu svo Gísli og Stína, við settum fullorðinsmerki í öll lömbin, þannig að nú er óhætt fyrir búfjáreftirlitsmanninn að koma ;o) Stína var ekki yfir sig spennt yfir kisunum, hún var bara svo dönnuð að hún sagði ekkert við mig nema:"Kattarhelvíti...". Mjög vel sloppið að mínu mati...

Helga ætlar að gera skattframtalið fyrir okkur, þannig að núna þarf ég bara að drattast til að senda henni alla pappíra. Mikið er ég fegin að gera þetta helvíti ekki! Svo þarf ég að leggja lokahönd á gæðastýringarpappírana, svona hitt og þetta smotterí eftir.
Nóg af bulli í þetta sinn,
Adios

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með afmælið góða

verð að viðurkenna að það kviknaði hjá mér dáldil forvitni við þessa færslu og mig vantar "update" ertu að tala um Vigni á Kolugili og hvar er hann að fara að vera stórbóndi???
ekki það að þetta komi mér svo sem nokkuð við, en samt:)

Maríanna sagði...

Hann tekur við Kolugilskotinu að öllum líkindum í haust. Já semsagt Vignir ;o)