föstudagur, mars 17, 2006
Og ég sem ætlaði að baka svo mikið
Ég ákvað að prófa almennilega nýju eldavélina mína í morgun og skellti í köku, haldið þið þá ekki að öll kökuformin mín hafi farið með gömlu eldavélinni á Blönduós! Útkoman varð kringlótt bananabrauð og einhversskonar súkkulaði muffins. Býst við að þetta bragðist ágætlega þrátt fyrir öðruvísi útlit en vant er. Ég þoli mjög illa svona uppákomur, allt of vanaföst í bakstrinum til að meika svona útlitsbreytingar á kökum. Og svo finnst mér bragðið ekki vera eins og það á að vera heldur. Læt því meiri bakstur bíða betri tíma.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli