sunnudagur, febrúar 26, 2006

Tóm leiðindi bara

Já, það herja veikindi á Stórhólnum, Kolbrún er búin að vera alveg hundveik seinustu 3 daga, Ragnar veiktist í gær og ég er svo komin með þetta helvíti líka. Þá er bara einn á heimilinu sem er nokkuð heill og því miður er það ekki besti kokkurinn á heimilinu...
Ég spurði hann hvort að hann myndi nú ekki sjá um matinn í kvöld og hann leit á mig með furðusvip og sagði: "Erum við ekki búin að borða alveg nóg seinustu daga? Svo er nú til nóg af snakki í skápnum..." Ojjj þessir karlmenn stundum :0/ Það myndi fjúka í hann ef ég byði honum bara upp á snakk alla daga. Ef það væri hins vegar ís væri hann sáttur og glaður.
Þannig að ég bíð eftir hruni Garðars- það hlýtur að koma að því að hann fái þetta- og þá ætla ég ekki að þjónusta hann eins og vant er.
Ótrúlegt hvað kallar verða alltaf MIKLU veikari en konur. Ég á aldrei eins bágt og hann ef við erum lasin. Ég veit ekki hvaða jólasveinn fann upp á því að kvenkynið væri veikara kynið, sá apaköttur hefur greinilega aldrei séð eða hitt karlmann með flensu...

Engin ummæli: