Það er skítaveður hérna dag eftir dag, enda var þetta orðið ískyggilegt allt saman- gott veður í marga daga í röð! Það gat ekki enst til lengdar, maður fær það alltaf í hausinn aftur ef það kemur svona gott veður á veturna :o( Vonandi verður bara vorið gott....
Við losnuðum loksins við folöldin sem við vorum búin að selja, búin að hafa þau inni í mánuð en þau áttu bara að vera í nokkra daga inni hjá okkur. Buið að taka þetta lið hálft ár að borga þessi grey og ekki enn búið reyndar. Ég varð svo reið út í einn gaurinn að ég neitaði að selja honum folaldið og endurgreiddi honum þær fáu krónur sem hann var búinn að borga. Ég nenni hreinlega ekki að standa í svona bulli og vitleysu. Þannig að það er eitt folald inni ennþá, gullfallegt alveg hreint. Þannig að ef einhverjum langar í leirljóst, flott hestfolald- talið við mig ;o) Ég hef EKKERT að gera með fleiri ásetningsfolöld!
Við erum annars búin að redda okkur fola í hryssurnar fyrir sumarið, ég setti auglýsingu á 847
og það gjörsamlega rigndi inn folum ;o) Misjafnir voru þeir eins og þeir voru margir, en ég held að við höfum fengið fínan hest í merarnar, hann er allavega vel ættaður :o)
Við fórum á Blönduós í gær og kíktum á húsið hjá Víði, það er bara orðið flott hjá þeim. Þau eiga að vísu eftir að koma sér almennilega fyrir, það er ekki hægt að gera allt í einu. Óliver litli er ekkert líkur pabba sínum finnst mér, sænska genið er greinilega sterkara en það íslenska ;o)
Nonni er svo búinn að selja....og kaupa, það vantar ekki stælinn á þetta lið þarna á Blönduósi! Og tengdó kominn á nýjann Passat, hann er svo flottur að ég efast um að ég eigi nokkurn tímann eftir að þora að setjast upp í hann! Össsssssssssss.....
Gústi kíkti í heimsókn á föstudaginn og gisti hjá okkur, hann er alltaf jafn hress og kátur. Það er vonandi að hann komi í vor, hann er nauðsynlegur í smíðarnar ;o) Það er nefnilega þannig að þessar helvítis grindur til að stía í sundur með, hverfa alltaf þegar líður fram á haustið. Þeim er dröslað hingað og þangað og notaðar út um alla jörð. Og þær skila sér aldrei aftur. Það er öruggulega búið að smíða 500 grindur hérna gegnum árin en ekki nema 20-30 grindur til. Skil þetta ekki...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli