Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að fara með Ragnar Loga til tannlæknis í fyrsta skipti á mánudaginn var (já, já ég veit að hann ætti löngu að vera farinn!).
Hann var búinn að vera að reka á eftir mér ALLAN daginn; "Mamma...förum við ekki að fara til tannlæknis...Hvenær förum við mamma..." ég var voðalega ánægð með hvað hann var áhugasamur um þetta allt saman.
Í fyrsta lagi tók það um hálftíma að koma honum inn á tannlæknastofuna. Endaði með því að ég mátti draga hann inn. Þegar inn var komið mátti ég þrögla við hann fram og tilbaka um ágæti þessa blessaða tannlæknis. Og það eina sem tannlæknirinn gat sagt var: "Tjaaaa....fyrst að þú hefur ekki betri stjórn á barninu....." Greyið klínikdaman reyndi þó- annað en BLESSAÐI tannlæknirinn. Það fór þó þannig að við komum honum í stólinn og tannlæknirinn náði að deyfa tönnina að hluta til...en svo var gamanið búið. Ragnar stökk upp úr stólnum og það var ekki viðlit að koma honum í hann aftur. Og tannlæknirinn sagði bara: "Tjaaaa...fyrst að barnið hlýðir ekki betur en þetta....". Mér langaði mest til að hlamma mér niður á gólfið og fara að grenja. Það var þó lán í óláni að Kolbrún greyið var nokkuð stillt meðan á þessu stóð, annars hefði ég farið í sjúkrabörum yfir í hinn enda hússins.
Þannig að þetta endaði með að við fórum skömmustuleg út frá tannsa með enga viðgerð, Ragnar Logi fékk engin verðlaun en ég fékk vafalaust góða ræðu um uppeldi mitt eftir að ég var farin af stofunni.
Stefnan er að reyna að fara með Ragnar til tannsa á Blönduósi, við höfum heyrt að hann sé öllu betri í samningaviðræðum við óþekk börn. Og Garðar fær að fara með hann!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
jæja góða ertu að missa tökin á þessu? bara til að hughreysta þig þá er þetta engu skárra hér á bæ:-)
Kveðja Hulda Hreins
Miiikið er ég fegin að heyra það :o)
Jú seived mæ dei...
Skrifa ummæli