fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Loksins!!


Jæja! Ég var búin að skrifa alveg heljarinnar runu hérna, en svo bara datt allt út! Djö..... getur þetta verið pirrandi :o(

Loksins er farin að koma smá mynd á fjárhúsin nýju. Enda ekki seinna vænna þar sem veturinn er sko LÖNGU kominn hérna! Ég verð að segja að ég var orðin pínu desperat yfir þessu öllu, þar sem að rúmlega 200 kindur bíða úti eftir nýja húsinu. En ætli þetta sleppi ekki til, sæmileg spá á næstunni og byrjað verður að setja járnið á í næstu viku. Þetta reddast ;o)

Það bættist við bústofninn í vikunni, ÉG (já, takið eftir; ÉG) keypti tvær holdakýr, og svei mér þá þær eru alveg kolvitlausar! Tók okkur tvo daga að koma þeim á bás í hesthúsinu, ætli það taki ekki tvo daga að koma þeim út aftur. Annars er ég ekkert bjartsýn á það að koma þeim út aftur, þær eru alveg snarvitlausar ennþá, samt búnar að vera inni í þrjá daga. Og þær éta eiginlega ekki neitt, öll þeirra orka fer í að blóta okkur...
Garðar er alveg miður sín yfir þessu, hann hélt ekki að þær yrðu svona klikkaðar. Enda er hann duglegur að minna mig á það hver sé eigandinn að þessum kvikindum! Iss, hann á eftir að dauðöfunda mig þegar ég fer að leggja inn 350 kílóa tuddana mína ;o) Ég reyndi að ná myndum af þeim en það var hægara sagt en gert, þær voru svo brjálaðar að ekki sást orðið á milli bása í hesthúsinu vegna móðu!
Kattarskömmin á bænum gaut sex kettlingum í seinustu viku. Það tók hana ekki nema tvo daga að drepa þá alla, það verður að segjast eins og er að móðurástin var ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Ojæja, við þurfum allavega ekki að sjá um að lóga þeim, en hún hefði nú mátt halda lífinu í svona eins og einum kettlingi. Ragnar Logi var voðalega dapur yfir þessu og vill núna alveg endilega fá nýja kettlinga. Nei takk, allavega ekki fyrr en við verðum búin að koma læðudruslunni fyrir kattarnef...

Kolbrún varð eins árs á sunnudaginn, við héldum nú ekkert upp á það þannig séð, við vorum að vesenast í hrossunum; fara með folöld í sláturhúsið og svona. Fóru 8 í sláturhúsið en það eru ennþá 7 eftir heima, af því eigum við sjálf bara tvö. Alveg nóg finnst mér, maður hefur orðið engan tíma í að sinna þessu. Við þyrftum að fá okkur einn svertingja til að temja fyrir okkur í vetur, þetta gengur bara ekki svona!

Jæja læt þetta duga, má ekki byrja bloggið of skarpt, þá gæti ég guggnað á þessu einu sinni enn.. ;o)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert bara fínn bloggari..........

;-)

hvað er heimasíðan?

Maríanna sagði...

uhumm...ég er nú bara eiginlega búin að gefast upp á henni sko ;o)Svo mikið mál að setja eitthvað inn á hana - allavega þegar maður kann ekkert í heimasíðugerð.
Þetta verður að duga í bili þar til ég fæ eitthvað tossa-forrit til að hjálpa mér!