föstudagur, desember 02, 2005

Fjárhús, fjárhús, fjárhús...


Já, það er komin pínku ponsu mynd á þetta, en það er líka svaaaaakalega mikið eftir! Ég var búin að hreinsa svo vel til inni, tína alla spýtukubba og plast sem lá út um allt- núna er þetta orðið þúsund sinnum verra en þetta var nokkurn tímann! Varla hægt að stíga niður fæti nokkurs staðar, við þurfum að vera ansi rösk ef við ætlum að taka inn á sunnudaginn c",) Sé reyndar ekki að það verði, það á eftir að græja allt vatn og rafmagn- ég held að það sé ekkert gaman að bera vatnið úr gömlu húsunum sko...

Það er komið vel á veg með að setja stóru hurðina sunnan á hlöðuna, við fengum Baldur í Saurbæ til að hjálpa okkur. Alveg vonlaust að fá nokkurn í þetta, annað hvort brjálað að gera hjá viðkomandi eða þá að það kann enginn að setja svona hurð í. Ég verð alveg svakalega fegin þegar þessi hurð verður komin í því við höfum ekki komist með vél inn í hlöðuna í marga mánuði og draslið inni í henni er eftir því! Líka alveg glatað að koma rúllunum ekkert lengra en rétt inn fyrir hlöðugatið og þurfa svo þá að rúlla þeim út um alla hlöðuna til að koma þeim á áfangastað. Reyndar hefur ekkert verið hægt að rúlla þeim neitt að ráði- það er svo mikið drasl út um allt að það hefur ekki verið hægt með góðu móti! Ég bara skil ekki í öllu þessu drasli hérna, þetta sprettur af sjálfu sér þetta helvíti..

Nonni keypti sér nýjann jeppa um daginn, Nissan Patrol árg. 95 held ég að hann sé. Bara voðalega fínn að sjá og hann fékk hann á góðu verði held ég. Náttúrulega varð ég alveg kolvitlaus af því að hann fékk sér annan bíl- ÉG VIL LÍKA FÁ ANNAN BÍL!!! En það þýðir víst lítið að hugsa um það þetta árið, fjárhagurinn verður líklegast ekki svo beysinn eftir byggingarframkvæmdirnar. Ég VERÐ bara að fara að muna að kaupa Lottó, eða kannski selja úr mér annað nýrað?

Engin ummæli: