laugardagur, nóvember 19, 2005
Taddarata!!
Það er sko heldur betur búið að vera líf í tuskunum þessa dagana. Það liggur orðið við að það sé smíðað hér allan sólarhringinn, hamarshöggin dynja líka orðið í kollinum á manni þegar maður sefur!
Við fengum alveg heilmikinn liðsauka í dag, 9 fílefldir karlmenn mættu á svæðið (+ Garðar, Garðar og Bjössi) og hjálpuðu okkur að koma járninu á hliðarnar og einangra. Alveg ótrúlegt hvað náðist að gera mikið í dag. Við fengum líka ómetanlega hjálp um daginn við að koma þakinu á sinn stað, ég segi nú bara þúsund þakkir til ykkar allra - þetta hefði verið margra daga verk ef ykkar hefði ekki notið við! Líklegast getum við bara byrjað eftir helgina að græja inni í húsunum- svei mér þá, maður fer að sjá fyrir endann á þessu!
Bara einn datt af húsþakinu, auðvitað gat þetta ekki gengið alveg áfallalaust fyrir sig. Nonni greyið renndi sér niður af þakinu, greip í eitt rennujárnið á leiðinni niður og reif á sér hendina vel og vandlega. Það þurfti að sauma 9 spor í hendina, það passaði auðvitað að þegar doksinn var að sauma hann, að þá var hann kallaður út og Nonni mátti bíða eftir hinum átta sporunum í einhvern klukkutíma. Við sendum hann auðvitað ekki upp á þak aftur, en hann fékk að troða ullinni í veggina í staðinn ;o)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli