Ég er að verða búin að fá mig fullsadda af þessu veðri hérna, það er hávaðarok og éljagangur upp á hvern einasta dag :o(
Ég var að baslast við að setja seríu á sólpallinn í dag, og svei mér þá ef ég mun ekki missa einhverja fingur og tær eftir það helvíti, kuldinn var svo mikill. Ég ætlaði svo að kveikja á seríunni sem er á útihúsunum en þá virkaði bara slönguljósið sem er á mjólkurhúsinu. Ekki hinir skrilljón metrarnir sem kostaðu mig MIKLA vinnu við að koma upp. Og húsið er steindautt líka, mér finnst nú endingin á þessum slönguljósum ekki vera sérlega góð, satt best að segja. Garðar sagði að við ættum bara að hætta þessu ljósaveseni- huh......fyrr frýs í helvíti en að ég hætti! Ég verð bara að komast í verslunarleiðangur sem fyrst ;o)
Fjárhúsin potast áfram, það er að verða búið að einangra og Bjössi smiður er byrjaður á að smíða fóðurganginn. Líklega getum við tekið inn fljótlega eftir helgina, svona ef ekkert óvænt kemur upp á. Þetta lítur bara vel út finnst mér, auðvitað verður margt sem næst ekki að fullganga frá strax, en það verður bara að hafa það. Við verðum bara að dunda okkur við það svona smátt og smátt. Þetta reddast allt saman....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli