laugardagur, nóvember 12, 2005

Þriðji í smíðum...


Ég held áfram að setja inn mynd af fjárhúsunum, svo þið getið séð muninn frá degi til dags, mikið verð ég fegin þegar þetta verður allt búið! Þá er bara næst að skella sér í viðbygginguna við íbúðarhúsið, ekki veitir af ef að Garðar ætlar sér að eiga MINNST 4 börn. Nei, ég held að ég leggi ekki í neinar stórframkvæmdir á næstunni, hleð frekar bara börnunum ofan á hvort annað ;o) Verst að öll efri hæðin er undir súð þannig að ekki gengur að hafa kojur þar.

Ég er alveg friðlaus í að kaupa mér annan bíl þessa dagana, langar svo mikið í Huyndai Starex. Skil ekki hvernig fólk sem á 2 börn+ nennir að hírast með hele familien í venjulegum fólksbíl. Barnabílstólarnir taka allt plássið aftur í og þá er bara skottið laust fyrir aukafarþega. Ég hef svo sem aldrei haft nokkra skipulagshæfileika, kannski spurning um að fara bara á námskeið í hagnýtri röðun og sleppa því að eyða sínum fáu krónum í einhverja stærri bíldruslu. En mér langar samt alveg rooooosalega að fara að versla mér bíl- þó að ég hafi ekkert efni á því. Ojæja-koma tímar, koma ráð....

Engin ummæli: