föstudagur, nóvember 11, 2005

Dagur 2.


Það er víst best að skrifa nokkrar línur hérna, svona fyrir familíuna og vini sem fylgjast með því sem við erum að gera þessa dagana ;o)

Það er bara búinn að vera rífandi gangur í byggingunni í dag, búið að setja límtrésbitana upp með krana og alles. Annars hef ég ekki hunds- né hænuvit á þessu, þetta lítur bara alveg voðalega vel út allt saman og þá er ég barasta kát! Garðar (frændi Garðars..) og Hanni fara á sunnudaginn, en svo kemur Garðar aftur um miðja vikuna. Bjössi smiður verður hér áfram, ekki veitir víst af, ætli hann verði hérna ekki bara yfir jólin kallinn ;o) Það er bara vonandi að grunnurinn fari ekki að fyllast af snjó áður en verður búið að koma járninu á, en það væri nú svo sem eftir okkar heppni...

Jahhhh...ég fór eftir hádegið og reyndi að temja beljurnar mínar, hafði ekki árangur sem erfiði. Ég talaði voðalega blítt til þeirra og reyndi að strjúka þeim, en fékk bara hvæs og hnoð í staðinn. Svo reyna þær að slá mann líka helvískar þegar maður mokar undan þeim -ekki var það nú til að bæta þetta. Og bæ þe vei.....þær eru ekki farnar að éta ennþá, svona ef einhver vill vita það! (sem að mér finnst reyndar mjööög ólíklegt)

Mér tókst að missa myndavélina mína í gólfið í gær, þannig að núna er flassið dautt. Fór í dag og lét skipta um batteríið en það skipti engu- hún tekur ekki eina einustu mynd með flassi. Þannig að ég verð að taka bara myndir í góðri dagsbirtu ef þær eiga að vera nothæfar. Ég var að vonast til að ég hefði stillt hana eitthvað vitlaust en leiðbeiningarnar sem fylgja með eru á þýsku, frönsku og ítölsku -ekki snefill á ensku takk. Ég verð bara að bíða eftir að einhver komi í heimsókn sem kann þessi tungumál, því ekki kann ég þau, svo mikið er víst. Samt á ég að vera stúdent í þýsku og held meira að segja að ég hafi fengið 9 í öllum áföngunum - en ég get ekki sagt eina einustu nothæfu setningu á þessu blessaða tungumáli. Já það er gott að vera búinn að læra svona mikið í skóla....

Engin ummæli: