föstudagur, mars 09, 2007

Það hlaut að koma að því

Já, veturinn er víst kominn, enda ekki seinna vænna ef hann ætlar að koma á annað borð ;o)
Búið að hrúga niður snjó í alla nótt, manni líður hálfpartinn eins og Ástrala að sjá snjó í fyrsta sinn! Mér finnst þetta nú öllu skárra og hreinlega en auð jörð, og þar sem mér leiðast skúringar óskaplega er þetta vel þegin ofankoma...

Valgerður er komin með alveg hreint ógeðslegan hósta. Ég vona að doksi geti gefið mér einhverja töfralausn á þessu, ég þoli hreinlega ekki þegar svona lítil börn veikjast. Hún er samt spræk og hitalaus eins og er í það minnsta, það er bara hóstinn sem er svona slæmur.
Ætla að reyna að komast á danssýninguna í skólanum í dag, hlakka mikið til að sjá Ragnar Loga tjútta á dansgólfinu ;o)

Ég var að skoða skráningarnar á mótið á Svínavatni, það eru víst komnar 170 skráningar! Vá! Væri rosalega gaman að fara að horfa, sé til hvernig veðrið verður á morgun og hvernig dömurnar mínar verða í veikindunum. Orðið mjööööööööööög langt síðan ég hef farið á mót, svo langt síðan að ég man ekki hvaða mót það var. Greinilegt að fertugsaldurinn er að bresta á eftir nokkra daga, hvernig verð ég þá þegar ég skríð í fimmtugsaldurinn?!

Annars er eitt og annað í bígerð hér í kotinu, sem ég mun að sjálfsögðu tilkynna mínum dyggu lesendum (þessum heilu 3) um leið og ég get. Segi ekki meir í bili, þar sem að ég veit í raun ekki alveg hvernig þetta fer eða hvort af þessu verði. Mjög skiljanlegt hjá mér eða þannig er það ekki? Við Garðar höfum of mikinn tíma til að spá og spekúlera þessa dagana, þetta getur ekki endað öðruvísi en með ósköpum held ég!

3 ummæli:

Hallfríður Ósk sagði...

oooohh, bannað að gera mann svona forvitinn:)
Endilega drífðu þig á ísmótið ef þú mögulega getur, virðist geta orðið feikna skemmtilegt. Engin spurning að ég færi ef ég þyrfti ekki að fara yfir heilt (eða alla vega hálft) Atlantshaf og 200 kílómetrum betur til að komast þangað.
En ætli ég verði ekki að láta bjórþamb yfir sænskri eurovision duga í þetta skiptið:(
Bíð spennt eftir fréttum...
kveðja
Hallfríður

Nafnlaus sagði...

Ég segi það sama og Hallfríður það er BANNAÐ með öllu að gera mann forvitin .... fuss og svei. Já þú ættir bara að drífa þig á mótið mín ágæta ;) ekki spurning. Ekki eins og þú sért alltaf á einhverju útstáelsi :o) allavega þá er ég bara nokkuð viss um að það að þú verður bara betri með aldrinum. Ekki það að þú sért eitthvað verri núna enn ekki hafa áhyggjur ;) ;) Jæja best að halda áfram að gera eitthvað eins og að þrífa fyrir morgundaginn. Það er vona á gestum því miður ekki hestum enn það verður að bíða betri tíma:) kveð að sinni og bið að heilsa héðan frá Akureyrinni á kafi í snjó.
Kv Eva

Nafnlaus sagði...

ohhh ég þoli ekki leyndarmál..Ég veit að þú ætlar að eiga 1 barn í viðbót en stax???? Hvað ert þú að vera gömul?? ég er að verða 29+ :-)
kv,
Hulda