Fórum suður í gær með Kolbrúnu til HNE læknisins. Vorum mætt á settum tíma (að ég hélt?!), eða stundvíslega kl. 11:40. En nei.....þá áttum við víst að mæta klukkan 9:45! Ég var nú ekki par sátt, veit að ég hefði aldrei tekið tíma svona snemma morguns þar sem að við ætluðum að keyra suður um morguninn. Mér finnst 11:40 EKKI hljóma neitt líkt 9:45....finnst ykkur það?!
Anyway, hún komst að klukkan 13:00 í staðinn og það kom í ljós að hún er með of stóra nefkirtla eins og við vissum og einnig með vökva í báðum eyrum. Þannig að við verðum að fara aftur suður í næstu viku, en það verður stungið í eyrun og nefkirtlarnir teknir. Og ég hafði vit á að fá tímann skrifaðan niður af lækninum sjálfum á blað! Þetta lið fær ekki að plata mig aftur!
Kíktum í Hestagallerý, Garðar verslaði sér úlpu og eitthvað dótarí, ég keypti mér einn taum, veit ekki alveg til hvers þar sem ég er steinhætt að fara á bak. Hundarnir geta þá fengið eitthvað til að naga í það minnsta, þeir hafa verið iðnir við það síðastliðin ár allavega...
Hittum meira að segja mann í búðinni sem var gangnamaður fyrir Stórhól í gamla daga, gaman að því :o)
Kíktum svo aðeins á Stebba bróður í Húsasmiðjunni, hann var ekki búinn að sjá Valgerði þannig að það var kominn tími á það.
Varð ekkert meira um búðarráp þar sem tíminn var uppurinn, fer alltaf drjúgur tími hjá okkur í að koma okkur á milli staða í þessari blessuðu höfuðborg.
Þegar heim var komið var Ragnar Logi orðinn lasinn aftur. Kominn með 39,6°C og hundslappur. Janine var orðin veik líka þegar við vorum fyrir sunnan og ég er alltaf með helvítis ógleði inn á milli. Ég held að þessar pestir ætli sér bara ekkert að fara aftur. Óþolandi!
En, semsagt, það verður lagt í aðra Reykjarvíkurferð í næstu viku. Illu er best aflokið ;o)
P.S Fór semsagt ekki á mótið á Svínavatni vegna heilsuleysis, missti greinilega af miklu..
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Já það er sko hundleiðinlegt að þurfa að fara í eitthvert læknavesen til Reykjavítis, ég er mjög fegin að ég fæ að fara á Akranes næst með minn krankleika! Ætti að vera aðeins auðveldara að finna rétt hús þar...
Sælar. Það er allveg með ólíkindum hvað sumt fólk er ekki að vinna sína vinnu. Gersamlega óþolandi ! Mér finst ný 11 og 9 ekki vera neitt líkt og hana nú.
Þú hefðir nú bara átt að koma tl Akureyrar það er nú HNE læknir hér og meira að segja svona hestavörubúð :) Ég hefði nú getað gædað ykkur ;) Allt fyrir þig :) Það er nú allveg merkilegt með þessu veikindi að þegar að þau koma óboðinn í heimsókn að þá neita þau að að fara. Getur gert hvern mann vitlausann. Jæja bið að heilsa í bili þarf að halda áfram að læra þessa blessuðu sálfræði :/
Kv Eva
Heyrðu ég gleymdi að athuga með makrelsalatið eða hvað þetta nú var. Athuga það næst þegar það verða gestir á ferðinni. Í hvers lags umbúðum finnur maður þetta annars og hvar. Kannski ætti maður að safna kjarki og smakka þetta, ekki er túnfisksalatið ætt hérna, svo mikið er víst en þetta getur kannski komið í staðinn
Skrifa ummæli